Gallað kerfi - röng viðbrögð

Í ljósi þess að reynslulítið fólk veldur slysum í umferðinni þá er gripið til þess ráðs að hækka prófaldurinn. Reynsluleysi verður þó enn við lýði því lítið er gert til þess að bæta reynslu þeirra sem fá ökuréttindi.

Því til viðbótar er ekkert gert til þess að koma í veg fyrir að reynslulaus nýliði fái að aka 300 hestafla tryllitæki innan um aðra vegfarendur.

Ég hef áður lagt það til að ökukennsla og ökunámið verði fært inn í grunnskóla landsins. Geri það hér með enn og aftur.

Við náum mestum og bestum árangri með því að kenna unga fólkinu okkar að umgangast fararskjótana og stýra nánar hverju nýliði má aka og hvar.

Sólópróf til notkunar á afmörkuðu svæði væri eðlilegt framhald æfingaakstursins. Sveitarfélög ættu að bjóða foreldrum aðgang að eftirlitsbúnaði í bíla til hand þeim sem aka áður en þeir ná 18 ára aldri.

Nýliði á EKKI að fá réttindi til þess að aka kraftmiklum bíl og skal þá sérstaklega horfa til hröðunarmöguleika fararskjótans.

Mín tillaga til viðbótar því að færa námið inn í grunnskólana með verklegum æfingum: Lækkum æfingaakstursaldurinn í 15 ára, tökum upp sólópróf fyrir 16 ára, merkjum sólóökumanninn rétt eins og þann sem er í æfingaakstri, takmörkum það svæði sem hann má aka í, t.d sá sem á heima í Garðabæ má einungis aka í sínum heimabæ. Innleiðum svipað kerfi og gildir um mótorhjól hvað varðar afl og vélarstærðir.

Kveðja BiggiBraga


mbl.is Ungir íslenskir ökumenn hafa bætt sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinmar Gunnarsson

Ég er í heimsókn hér á landi þessa dagana og hef verið svolítið á ferðinni. Ég hef búið erlendis síðustu 4 ár og vanist sæmilegri umferðarmenningu þar.

Þegar maður svo kemur út í umferðina hér á höfuðborgarsvæðinu liggur við að maður fái áfall, slík er hegðun margra ökumanna og þar er ég ekki að tala um unga ökumenn sérstaklega, heldur fólk á öllum aldri.

Stefnuljósanotkun, hraði, tillitsemi og fleira og fleira mætti tína til sem er verulega ábótavant hjá löndum mínum.

Það er sorglegt að fólk geti ekki hagað sér að minnsta kosti sæmilega í umferðinni. Fólk virðist breytast í heilalausa stríðmenn sem einungis hugsa sem svo: ég, um mig, frá mér, til mín.

Þessa fáu daga sem ég hef verið á landinu er búið að ofbjóða mér svo oft í umferðinni að maður áttar sig varla á því. Við því nota ég þau viðbrögð sem ég tamdi mér fyrir mörgum árum; slaka á og reyni að haga mér vel og læt ekki alla hina hálfvitana ekki koma mér úr jafnvægi.

Það getur vel verið að það þurfi að bæta ökukennslu, en það þarf að almennt að breyta hugarfari ökumanna svo þeir átti sig á því að þeir eru ekki einir í heiminum (umferðinni).

Það að hækka ökuleyfisaldurinn færir einfaldlega "vandamálið" ofar í aldurinn.

Kv. Steinmar

Steinmar Gunnarsson, 18.7.2011 kl. 12:04

2 identicon

Því fyrr sem fólk lærir því líklegra er að það sé fljótar að tileinka sér það sem kennt er, og því lengur sem það dregur að læra það sem kennt er því líklegra er að það sé ekki eins fljótt að tileinka sér það sem kennt er. Það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja. Ekki veit ég hversu mörg banaslys þarf til að vekja fólk, en líklega er það svo að fólki sé alveg sama. Helstu sjúkdómseinkennin sem herja á fólk með ökuskírteini; ,,Ég um mig"- og ,,Ég veit betur en þú"-heilkennin eru þau skæðustu sem ég veit um.

Ég er ekki þessi Jónas (IP-tala skráð) 18.7.2011 kl. 12:39

3 Smámynd: Þórarinn Snorrason

tillitssemi er eitt af því sem virðist ekki vera til í íslenskum ökumönnum, mörgum að minnsta kosti. var í heimsókn til bróður míns sem býr í lettlandi og þar t.d. þakka menn fyrir sig í umferðinni með því að blikka aðvörunarljósum og almennt var umferðin oft þung en að sama skapi þökkuðu menn fyrir sig í stað þess, eins og hér að ana fram sikk-sakk um göturnar.

Þórarinn Snorrason, 18.7.2011 kl. 15:09

4 identicon

Góður biggi

Alveg sammála þér með aldurinn, það breytir engu þó við hækkum hann. Ég veit að Umferðastofa er að reyna að komast að í skólum með fræðslu en það er mjög erfitt að komast að og einnig mjög erfitt að fá fjármagn í þennan málaflokk hjá us. Sem kannski stjórnast af því hvað ríkið setur mikið fjármagn í us.Auglýsingar hafa verið skornar við nögl eins og við höfum séð eftir hrun. Alltaf komum við að þeirri niðurstöðu að ríkið metur mannslíf á Íslandi einskis. Sá hlýtur að vera kaldrifjaður sem tekur ákvarðanir um að minnka fjármagn til forvarna eða kennslu í umferðinni, því hann hlýtur að taka þann séns að nokkur mannslíf falli í súginn í staðinn. Því við vitum að bara með auglýsingum sem voru birtar í fjölmiðlum hér áður voru að virka.

óskar sól (IP-tala skráð) 19.7.2011 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband