Slökkva alveg, nema við gatnamót.
1.11.2011 | 11:20
Þegar lýsingin hafði „sannað“ gildi sitt kom í ljós að alvarlegum óhöppum fjölgaði. Því miður virðast ökumann verða værukærari á svona vegum þegar þeir eru lýstir. Þess vegna á að slökkvað á þessum ljósum og fjarlægja þá. Vegrið á veginn beggjavegna sem og í miðju.
Dimmir yfir Reykjanesbraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála því. Á hraðbrautum erlendis er þetta svona. Aðeins lýsing á fjölförnum gatnamótum.
Upplýstir vegir hafa myndað falskt öryggi. Svo er ekki á ljósmengunina bætandi.
Njörður Helgason, 1.11.2011 kl. 11:47
Sammála. Hverjum datt þetta í hug í upphafi?
Var þetta dæmigerð "2007" ákvörðun?
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.11.2011 kl. 12:04
Allveg sammála, hefði verið betra að eyða peningunum sem fóru í ljósastaura í vegrið í upphafi.
Gestur Leó Gíslason (IP-tala skráð) 1.11.2011 kl. 12:21
Mikið er ég sammála ykkur
það er ekki þörf á lÝsingu nema viða gatnamótin
Magnús Ágústsson, 1.11.2011 kl. 12:33
Enginn þörf á að hafa ljósastauranna. og vegna þess hversu langt bil er á milli akreinanna til keflavíkur og reykjavíukur þá er hægt að keyra með háu ljósin alla leið án þess að maður fái blikk á móti sér. sé að ansi margir sem eru að aka til reykjavíkur keyra með háu ljósin alla leiðina
Gísli.R (IP-tala skráð) 1.11.2011 kl. 12:57
Fyrst gerðu suðurnesjamenn þau mistök að berjast fyrir lýsingu. Þegar svo kom í ljós að alvarlegum slysum fjölgaði eins og varað hafði verið við, þá notuðu suðurnesjamenn það sem rök fyrir því að tvöfalda veginn.
Undan þrýstingi létu þeir sem vissu betur og peningum var sóað í 2+2 veg en vegriðum sleppt. Þetta er sorgarsaga. Engum dettur í hug að sleppa handriðum á svölum til þess að spara peninga.
Ef 2+1 leiðin hefði verið valin væri sennilega búið að aðgreina ekki bara akstursstefnur á Reykjanesbrautinni (þannig er það ekki í dag) heldur líka á Suðurlandsvegi alla leið til Selfoss.
Birgir Þór Bragason, 1.11.2011 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.