Ekkert bil á milli bíla = engin aftanákeyrsla!
3.11.2011 | 12:48
Of mikið bil, og aftanákeyrslan verður harðari en ella. Hraðamunurinn verður meiri.
Hvað veldur því að einn ekur aftan á annan? Bilið? Nei. Sá sem er á undan? Já stundum. Sauðsháttur þess sem er á eftir? Já oftast.
Hvað er þá til ráða? Vekja sauðinn! Og hvernig verður það gert? Veit ekki. Því verður eiginlega hver og einn að svara sjáflum sér. Varst þú sauðurinn í umferðinni í gær?
Bil á milli bíla sé hæfilegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Birgir" Mig langar að benda þér á að ég upplifi þetta öðruvísi en þú. En ég ættla öfugt við þig, ekki að alhæfa neitt um hver sé sauðurinn eins og þú kallar það. En í hvert skipti sem ég reyni að hafa gott bil á milli mín og næsta bíls þá kemur einhver sem er að flíta sér svo mikið af því að hann drullaðist ekki úr rúminu nógu tímanlega og treður sér á milli, því kann ég illa við að vera kannski kallaður sauður af gerðum annars manns en það virðist þú vera að gera hér á Blogginu.!!
Eyjólfur G Svavarsson, 3.11.2011 kl. 16:09
Hafir þú skilið það svo að ég væri að kalla þig sauð, Eyjólfur, þá biðst ég velvirðingar á því. Það var ekki ætlunin. Ef þú hefur ekið aftan á einn eins og þú lýsir hér að ofan þá fellur það undir það sem ég sagði um þann sem er á undan. Hann veldur stundum því að á hann er keyrt.
Birgir Þór Bragason, 3.11.2011 kl. 17:57
Nei sem betur fer þá hef ég ekki ekið á neinn ennþá, en ef ég hleipi alltaf öðrum framfyrir mig, eða á milli þá yrði ég nú lengi í vinnuna. Ekki satt.
Eyjólfur G Svavarsson, 4.11.2011 kl. 01:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.