Að kunna að keyra
13.2.2007 | 09:32
Á ítalíu er verið að breyta gatnamótum í þúsundatali. Hringtorg taka nú við af krossgatnamótum og T-gatnamótum. Ástæðan er sú að Evrópusambandið er búið að komast að því að færri slasast í hringtorgum. Hins vegar er það ekki raunin á Ítalíu í dag. Þar kann enginn að aka um hringtorg. Það virðist ekki vera með í planinu að kenna fólki að nýta sér kosti torganna. Það leiðir hugann að því hve margir á Íslandi kunna ekki að fara eftir reglum. Á ljósastýrðum gatanmótum á ekki að fara yfir stöðvunarlínuna nema maður sjái fyrir að maður komist yfir. Á því er mikill misbrestur, jafnvel ökumenn stórra vörubifreiða og strætó virða ekki þessa reglu. Hve oft hefur þú ekki séð strætó loka gatnamótum af því að hann er bara í röðinni sem hefur myndast fyrir framan hann? Það vantar á að reglur og almenn hegðan í umferð er kynnt í fjölmiðlum og þá sérstaklega í sjónvarpi.
Athugasemdir
Ég er ökukennari og daginn út og daginn inn legg ég rétta hegðun inn hjá nemendunum. Málið er að allt í kring eru slæmu fyrirmyndirnar sem þau hafa haft alla sína tíð. Hvað ungur nemur gamall temur!
Sveinn Ingi Lýðsson, 13.2.2007 kl. 13:02
Já það þarf að vera með stöðuga fræðslu í gangi og sérstaklega fyrir þá eldri. Það heitir á fínu máli endurmenntun.
Birgir Þór Bragason, 13.2.2007 kl. 13:44
Allt of oft sem maður sér bíla stöðva alla umferð á gatnamótum sökum þess að þeir urðu að leggja af stað yfir þrátt fyrir að sjá að allt væri stopp fyrir framan þá, niðurstaðan einungi sú að umferðaröngþveitið verður stærra.
En að hringtorgum, ég bjó í nokkur ár í Noregi, í 70 þúsund manna bæ, þar voru engin umferðarljós, einungis hringtorg og þar sem krossgatnamót eru þar gildir hægri reglan. Það er eitthvað sem ég vil sjá hérna, annað en %&#$% ljós á hverjum gatnamótum.
Bjöggi (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 19:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.