Fráleitt fyrirkomulag.
7.7.2012 | 14:18
Ekki virðast hjólreiðamenn né yfirvöld sem leyfa þessa keppni hafa áhyggjur af öryggi keppenda og/eða annarra vegfarenda. Þetta er ein mesta ferðahelgi á ársins og umferð um Suðurlandsveg mikil og hröð.
Í hjólreiðakeponum með um og yfir 100 þátttakendum er algengt að hjólreiðamenn hjóli saman í hópi sem oft tekur allan veginn. Hjólað er hlið við hlið og stundum er hraði hjólreiðamannanna um og yfir 40-50 km/kls. Auðveldlega geta þjálfaðir hjólreiðmenn á góðum fararskjóta hjólað á meira en 50 km/kls á jafnsléttu og þannig farið hraðar en gert er ráð fyrir að nokkur fari t.d í gegnum Selfoss. Auk þess er alveg hægt að ná yfir 90 km/kls niður Kambana. Þetta er keppni og í alvöru er ekki ætlast til að keppendur haldi sig innan hraðatakmarkanna? Eða hvað?.
Ef hjólreiðaíþróttin (sem ég heillast af, Tour de France er nú í fullum gangi) á að ná fótfestu verður framkvæmd keppna að vera í takt við það sem gerist í Evrópu. Öryggi keppenda á að vera í fyrirrúmi.
Vonandi fer þetta samt vel.
Hjólagarpar í Tour de Hvolsvöllur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Keppnin fór ekki um Kambana, heldur Þrengslin, trúi ég að það hafi verið af öryggisástæðum, og var keppendum fylgt af lögreglu stóran hluta úr leiðinni.
Fæstir íslenskra hjólreiðamanna fara lengri leiðir á yfir 50km hraða á jafnsléttu nema með allnokkrum meðvindi. Hjólreiðamenn þurfa almennt að fara að lögum í slíkum keppnum, t.d. mega þeir ekki hjóla á móti umferð og eflaust þurfa þeir líka að fara eftir hraðatakmörkunum, en það er allt í lagi, því þá geta þeir notað þau svæði sem eru með lágan hámarkshraða t.d. til að borða.
Það má vissulega deila um tímasetninguna (helgi um sumar), en keppnin var ræst kl 7.00 í morgun frá norðlingaholti, og það hefur eflaust verið gert til að komast út úr bænum áður en mesta umferðahrynan hófst.
Þ.a. ég held að það hafi verið hugað að öryggi keppenda og vegfarenda við framkvæmd mótsins, og ég hef ekki heyrt af neinum slysum, eða lögbrotum.
Það væri auðvitað frábært ef hægt væri að loka götum fyrir hjólreiðakeppnir, en mér sýnist að við hjólreiðamenn eigum töluvert í land til að fá slíkt í gegn.
reynir (IP-tala skráð) 7.7.2012 kl. 20:05
Reynir, gott að fá smá til baka. Takk fyrir það. Það sem hræðir mig mest er þegar 50+ keppendur hjóla saman og einum þeirra fremstu verða á mistök þannig að hann fellur við þá er fjandinn laus. Þeir sem reynað forðast það að fall með hópnum fara eins langt til hliða og mögulegt er og þá er hætta á að þeir verði fyrir bíl á 70 km/kls eða meira.
Ég sé það ekki sem raunhæfan möguleika að skikka keppendur til að hjóla í einfaldir röð. Alls ekki!
Birgir Þór Bragason, 7.7.2012 kl. 20:11
já það er þekkt að hjólreiðamenn geta dottið og slys geta orðið. Það er partur af hjólreiðum, að sama skapi er margt gert til að minka líkurnar á því.
Í keppnum sem þessum er reynt að setja upp öryggisreglur sem minka líkurnar á að slíkt gerist. T.d. eru letingjar (Timetrial stýri) yfirleitt ekki leyfðir í hópstarti.
Þessi þáttakendafjöldi er með því mesta sem þekkist á Íslandi, um 100 keppendur, og geta keppenda æðimisjöfn. Þar af leiðandi, eru hópar af stærðinni 50+ bara til alveg fyrstu mínúturnar í keppni, á meðan menn eru að koma sér fyrir í smærri hópum. Hérlendis er ekki hefð fyrir peletonum, þar sem hjólreiðamenn kunna ekki vel að vinna saman í svo stórum hópum (en kunna það ágætlega í 2-5 manna hópum).
En já þetta er auðvitað hætta sem er til staðar, og ég held þessi leið sem farin er í þessari keppni, sé með hættulegustu hjólaleiðum á landinu sökum mikillar hraðrar umferðar. Flest mót fara þó fram á fáfarnari vegum.
reynir (IP-tala skráð) 8.7.2012 kl. 10:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.