Með fjórhjóladrifi í fólksbílum fjölgar árekstrum í hálku...
4.2.2013 | 18:48
...hvort sem fólk er á sumar eða vetrardekkjum.
Það eru nefnilega margir sem kunna ekki að keyra í hálku, komast ekki af stað nema með hjálp fjórhjóladrifs, en geta svo ekki að stoppa. Kunna það bara ekki.
Það eru til tölur frá Þýskalandi sem sýna að með tilkomu fjórhjóladrifs í fólksbíla snarfjölgaði slysum í bæði bleytu og í hálku.
Getur fjórhjóladrif komið í staðinn fyrir vetrardekk? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tek undir þetta, og þá ekki síst með þá fjórhjóladrifnu fólksbíla sem fólk kallar almennt "jeppa". Ef vel ætti að vera, þyrfti fólk að undirgangast sérstaka þjálfun í akstri slíkra bíla við hinar ýmsu, afbrigðilegu aðstæður, svon svipað og gert er í Ameríku varðandi Humvee og Hummer H1
E (IP-tala skráð) 4.2.2013 kl. 21:35
Sammála biggi. Sérstaklega fer það fyrir brjóstið á mér, þegar bílaleigur selja útlendingum að ,,það sé öruggara að vera á 4WD í snjó og hálku". Allir vita að jeppar og jepplingar hafa allt aðra aksturseiginleika, en 2WD, og eru ekki endilega ,,öruggari". Amk. eru lang stærstur meirihluti þeirra sem fara útaf, og velta jafnvel einmitt 4WD bílar.
Einnig er það lífseig mýta, að nóg sé að vera á ,,heilsársdekkjum" á 4WD bíl.
Börkur Hrólfsson, 4.2.2013 kl. 22:13
Það er að sjálfsögðu betra að vera á fjórhjóladrifsbíl í hálku og snjó. Það er ekki spurning. Gallinn er hinsvegar sá að fjórhjóladrifsbíllinn situr betur og svarar betur í akstri og því missir ökumaður of oft tilfinninguna fyrir því að það er hált. Aksturslagið verður fyrir vikið annað af því hann skynjar ekki hálkuna fyrr en hann þarf að bremsa og þá er það oftast orðið svolítið seint.
Landfari, 5.2.2013 kl. 10:57
Fjórhjóladrif hjálpar þér af stað en það gerir ekkert til þess að stöðva bílinn. Það eru nákvæmlega sömu bremsueiginleikar á bíl sem er með drif á tveimur hjólum og á fjórum. Það er því erfiðara að segja til um grip dekkjanna því að fjórhjóladrifinn bíll spólar ekki eins mikið og tvíhjóladrifinn.
Helgi Heiðar Steinarsson (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 12:58
Það er nú ekki alveg rétt hjá þér Helgi því fjórhjáldrifið gerir helling til að stöðva bílinn ef þú gírar niður í stað þess að nota bremsurnar. Við vissar aðstæður getur það beinlínis verið hættulegt á 2WD bílum en öruggasta aðferðin á 4WD ef við erum á bíl sem ekki er með ABS bremsum
Landfari, 5.2.2013 kl. 20:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.