Vonandi hlustar almenningur núna - þetta mál er í þeirra höndum

Það er því miður ekki einu sinni svo, að potast sé í hverju eða stöku kjördæmi. Þetta mál er ekki á borði þeirra sem eru á atkvæðaveiðum, nema þegar svona greinar birtast og þá aðeins í skamman tíma. 

Ég er sannfærður um að hver sá milljarður sem settur er í þetta mál mun skila sér. Gallinn er sá að þeir einu sem borga þessa 30 milljarða eru almenningur í landinu. Tryggingafélögunum er slétt sama, meiri útgjöld eru bara sótt með hærri iðngjöldum.

Kostnaður ríkis og sveitarfélaga er svo lítill að stjórnmálamönnum er slétt sama, það eru engin völd að sækja í þessu máli. 

Þessir örfáu sem hafa raunverulegan áhuga á þessu máli þurfa á stuðningi almennings að halda. Þínum stuðningi lesandi góður. Ert þú til í að ganga í lið með Brynjólfi? Ég er til! 


mbl.is 30 milljarðar á ári í umferðarslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég treysti yfirvöldum fyllilega til að taka algjörlega rangar ákvaðanir, sem munu vissulega hækka þessa tölu marktækt.

Ásgrímur Hartmannsson, 1.3.2013 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband