Röng forgangsröðun

Það væri betra að vegur frá Nesti í Fossvogi framhjá eða undir Öskjuhlíð niður að Vatnsmýri kæmi á undan mislægum gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Það væri líka mikil búbót fyrir alla, ekki síst Reykjavík, að Kringlumýrarbraut færi í stokk frá Öskjuhlíð niður fyrir Laugarveg/Suðurlandsbraut. Þar með skapast talsvert byggingarsvæði sem er ákjósanlegt fyrir íbúðabyggð. En í forgang á að setja það að íbúar í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði komist niður í miðborg Reykjavíkur án þess að fara um Miklubraut.
mbl.is Vilja að farið verði í vegaframkvæmdir fyrir 22 milljarða til ársins 2010
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég sammála þér. Þessi gatnamót Miklubrautar/Kringlumýrarbrautar eru alls ekki versti blettur höfuðrborgarsvæðisins. Ég keyri þarna daglega á leið í og úr vinnu og þau hafa snarbatnað eftir tilkomu beygjuljósa á allar áttir. Göng eða vegur um Öskjuhlíð er eitthvað sem á að skoða strax, ekki í kringum árið 2018 eins og fyrir liggur í núverandi vegaáætlun.    

Bjöggi (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 23:11

2 Smámynd: Sigurður Ásbjörnsson

Sammála Birgir.  Ef menn fjölga tengingum til suðurs og síðar Sundabraut þá þarf aldrei að ráðast í mislæg KriMi gatnamót.  Vandinn við KriMI skurðpunktinn er sá að þar eru miklu fleiri en þangað eiga erindi.  Þess utan þá eru þetta í dag afkastamestu gatnamótin á svæðinu og gera ekki annað en að tempra umferð inn á næstu gatnamót allt í kring.

Sigurður Ásbjörnsson, 24.2.2007 kl. 21:47

3 identicon

Ég hef nú sagt um nokkurra ára skeið að það ætti að gera göng sem færu niður í Engidal í Hafnarfirði og kæmu upp í Vatnsmýrinni. Svona göng myndu leysa megnið af þeim flækjum sem eru að koma upp í Garðabæ og Kópavogi ásamt því að létta helling undir á gatnamótum Kri-Mi. Göngin þyrftu ekki að vera nema 2 akreinar og ekki aðskildar, hafa bara einstefnu til Reykjavíkur á bilinu 00:00-11:30 og einstefnu til Hafnarfjarðar 12:00-23:30.Þessar 2x 30 mín eru notaðar til að tæma göngin af umferð og víxla akstursstefnum. Það er reynsla af svona fyrir hendi erlendis frá, reyndar bara af götum en samt.

kveðja Sverrir Gísla

Sverrir Gísla (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband