Íslandsmeistarinn í ralli 2006
24.2.2007 | 08:11
Þessa stundina er Íslandsmeistarinn í ralli, Daníel Sigurðarson að keppa í ralli í Englandi. Það eru um það bil 100 keppendur í rallinu og eftir fyrstu tvær sérleiðirnar eru Daníel og Ísak Guðjónsson í 22. sæti 17,5 sek frá því fyrsta. Ef þú hefur áhuga á að fylgjast með þá er þetta slóðin þangað. http://rallyesunseeker.co.uk
Athugasemdir
Eftir fjórar sérleiðir eru þeir félagar í 27. sæti yfir heildina en í 17. sæti í sínum flokki en þeir eru á Lancer Evo Vll, í flokki N4. Bíllin er í flokki lítið breyttra bíla en er þó nærri 300 hestöflum.
Birgir Þór Bragason, 24.2.2007 kl. 10:01
Þeir félagar komu of snemma inn á tímavarðstöð fyrir 5. sérleið og þeim er refsað fyrir það með einni mínútu. Það fellir þá væntanlega niður í 37.sæti. Þetta á nú ekki að gerast hjá reyndum keppendu.
Birgir Þór Bragason, 24.2.2007 kl. 11:07
Af hverju er ekki sagt frá þessu í íþróttafréttum hér heima ?
Helga B (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 12:58
Þetta er ekki að ganga nóg vel í dag. Daníel og Ísak töpuðu þremur mínútum á helstu keppinauta sína á 5. sérleið, auk mínútunnar sem áður er talað um hér að ofan. Þeir eru nú í 47. sæti yfir heildina en í 28. sæti í sínum flokki. Leið 5 lá um svæði sem Silverstone Rally School hefur til umráða. Kannski lærðu þeir félagar helling í dag :)
Birgir Þór Bragason, 24.2.2007 kl. 14:13
Það lýtur út fyrir að þeir félagar hafi lokið keppni en ég hef ekki fundið úrslit að svo komnu máli. Þrjátíu og tvær áhafnir urðu frá að hverfa. Aksturstímar þeirra Daníels og Ísaks voru þannig að þeir voru í 20 til 27 sæti á hverri leið yfir heildina en í 15 til 19 sæti í sínum flokki. Þær fjórar mínútur sem þeir töpuðu á of við 5. sérleið virðast hafa kostað þá um það bil 20 sæti því síðast þegar ég sá stöðu þeirra voru þeir í 47 sæti yfir heildina. Þetta var þeirra fyrsta keppni í Englandi en þar eru reglurnar þær að keppendur fá ekki að skoða leiðirnar fyrir keppni. Þeir keppendur sem hafa keppt áður á þessum leiðum höfðu klárlega nokkuð forskot á þá félag en nú ættu þeir að eiga leiðirnar á myndbandi fyrir næsta ár.
Birgir Þór Bragason, 24.2.2007 kl. 18:15
Þá er það komið. Þeir Daníel Sigurðarson og Ísak Guðjónsson urðu í 31. sæti yfir heildina en í því 24. í N4 flokknum. Þeir voru 12:01,9 á eftir fyrsta sætinu en sigurvegarnir í N4 voru 3:18 á eftir fyrsta bíl. Mínúturnar fjórar sem áður hefur verði rætt um kostuðu þá félag 11 sæti í keppninni í dag.
Birgir Þór Bragason, 24.2.2007 kl. 18:28
Flott hjá þeim...
GK, 24.2.2007 kl. 21:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.