Grein í Morgunblaðinu eftir Brynjólf Mogensen

Ég hef margsagt að tölfræði varðandi umferðarslys er í ólestri á Íslandi. Í grein, 25. febrúar 2007 í Morgunblaðinu, eftir Brynjólf Mogensen, formann slysavarnaráðs, kemur fram að mjög hefur dregið úr innlögnum slasaðra úr umferðarslysum á síðustu 30 árum. Ég tek sérstaklega eftir tvennu. Í fyrsta lagi segir Brynjólfur í greininni að alvarlega slösuðum úr umferðarslysum hefur fækkað um helming. Hann vísar í súlurit sem fylgir. Það súlurit sýnir hinsvegar að innlögnum úr umferðarslysum hefur fækkað um helming á síðustu 30 árum. Í öðru lagi tek ég sérstaklega eftir að innlögnum stúlkubarna 0-4 ára hefur fækkað um 95%. En hvað er þetta súlurit að segja okkur? Að slösuðum hafi fækkað svona mikið? Eða er eitthvað annað hér á ferð? Það er ekki hægt að meta út frá súluritinu hvað hver súla á við. Súlan fyrir 0-4 ára stúlkubörn sýnir 95% en 95% af hverju? Af hverjum 1000 íbúum á höfuðborgarsvæðinu eða af þeim innlögnum sem áttu sér stað? Það voru 10.432 stúlkubörn á þessum aldri árið 1976. Árið 2005 voru stúlkurnar 10.343 á sama svæði. Fjölgun íbúa á svæðinu er umtalsverð á þessu 30 ára tímabili, úr 118.728 árið 1976 í 191.431. Ef súluritið miðar við hlutfall af hverjum 1000 íbúum þá bendi ég á tölurnar og segi, stúlkunum hefur fækkað úr 8,8% í 5,4%. Í annan stað hefur orðið gríðarleg breyting á þekkingu lækna og hjúkrunarfólks á bráðadeildum, og þau tæki og tól sem starfsfólkið hefur í dag til þess að meta ástand sjúklings, valda því að mun nákvæmari greining er gerð við fyrstu skoðun. Þetta tvennt, menntun og tæki, gera læknum mun auðveldar fyrir að meta hvort þörf er á innlagningu eða ekki. Það hefur fækkað innlögnum til muna.

Hún er villandi sú mynd sem dregin er upp í þessari grein en ég styð heilshugar allt sem Brynjólfur segir um bætta vegi og umhverfi vega.

p.s. Í áttundu grein laga um Lýðheilsustöðina segir:
Slysavarnaráð. Hlutverk slysavarnaráðs er að stuðla að fækkun slysa. Ráðið skal sjá til þess að slys séu skráð með samræmdum hætti. Jafnframt skal ráðið hlutast til um úrvinnslu skráðra upplýsinga og birtingu þeirra. Ráðið mótar reglur um framkvæmd skráningar og aðgang að upplýsingum úr skránni. Samræmd slysaskrá skal varðveitt hjá landlækni. Ráðherra skal setja reglugerð þar sem kveðið er á um skipan ráðsins og starfsemi þess.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband