Þórunnarstræti!
1.3.2007 | 15:24
Árekstrar eru tíðir á þessum gatnamótum. Þórunnarstræti er með miklum halla, halla sem er langt yfir því sem ásættanlegt er við gatnamót. Ábyrgð árekstra í þessum enda Þórunnarstrætis er er yfirvalda. Það verður að gera lagfæringar þarna og það strax. Það gengur ekki að ómögulegir vegir fái að vera óbreyttir sama á hverju gengur. Bæjarstjórn Akureyrar og Vegagerðin verða að bregðast við.
Harður árekstur á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef ég þekki þetta þjóðfélag rétt þá verður lítið gert þangað til einhver deyr þarna. Það virðist vera mottóið, því miður.
Dæmin eru fjölmörg, slysið hjá Jón S. og einnig gatnamótin við Rauðavatn, ég gæti haldið lengi áfram á þessari braut.
FLÓTTAMAÐURINN, 1.3.2007 kl. 20:44
Sæll Birgir
Flott skrif - mjög fínar pælingar. Algjörlega sammála þér. Bý í Þórunnarstræti svo að maður þekkir þetta vel. Þetta eru skelfileg gatnamót í hálku og stórhættuleg.
mbk.
Stefán Friðrik Stefánsson, 2.3.2007 kl. 11:32
Úps! Ég var að hlusta á fréttir Stöðvar 2. Þar er vitnað í þetta blogg. OK, hvað segir maður við því sem sagt var í fréttinni? Það er talað um að halli er meiri í Gilinu og þar verða ekki af margir árekstra. Ergó þetta í Þórunnarstræti er ekki hallanum að kenna. Jæja get ég eitthvað sagt? JÁ ÉG GET SAGT MIKIÐ OG MARGT. Hallinn er ekki það eina sem skiptir máli. Aðrar aðstæður í Þórunnarstræti skipta líka máli. Gatan er breið og útsýni mikið. Það veldur því að ökumaður fær falska öryggistilfinningu og hugar ekki að sér. Í þröngum aðstæðum, eins og í Gilinu, eru ökumenn varari um sig, aka á minni hraða og því bæði tilbúnari að takast á við það óvænta og það er auðveldar að ná tökum á aðstæðum á litlum hraða. Ef Þórunnarstræti verðu mjókkað og aðstæður gerðar erfiðari, svona huglæt, þá mun draga úr óhöppum þar. Þessi falska öryggistilfinning er tilkomin vegna umhverfis við götuna. Slíkt má laga. Það er verk yfirvalda. Ásættanlegur halli við gatnamót er um það bil 4 prósent. Hallinn í Þórunnarstræti er 8 prósent, það er 100 prósent yfir því sem er ásættanlegt. Það er á ábyrgð þeirra sem ráða að þetta er svona. Því eru árekstrar þarna á ábyrgð yfirvalda.
Birgir Þór Bragason, 2.3.2007 kl. 19:04
Þessu til viðbótar ætla ég að leyfa mér að gera ráð fyrir að sama fólkið ekur um báðar þessar götur, Þórunnarstræti og Gilið. Hvers vegna lendir það frekar í óhöppum í Þórunnarstræti en í Gilinu? Hver getur svarað því?
Birgir Þór Bragason, 2.3.2007 kl. 19:46
Landsþekktur ökuþór og einn helsti aksturssérfræðingur landsins, það vantar ekki titilinn sem sá gamli hefur;)
Ég styð þig alla vegana 100% í þessum umferðarmálum.
FLÓTTAMAÐURINN, 2.3.2007 kl. 20:34
Hehe takk fyrir það Halldór.
Birgir Þór Bragason, 2.3.2007 kl. 20:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.