Radarvari, hvernig hægt er að nýta slík tæki
2.3.2007 | 12:01
Radar er tæki sem sér það sem endurkastar geisla hans. Radar sendir frá sér geisla, speglarinn varpar honum til baka og radarinn skynjar fjarlægð, hraða og stefnu. Til þess að radar sjá eitthvað sem er í 1000 metra fjarlægð þá þarf radarinn að hafa drægni upp á 2000 metra. Það er vegna þess að geislinn þarf að fara fram og til baka, samtals 2000 metra. Það gerir það að verkum að geisli radars sést án þess að radar fái um það boð til baka, í fjarlægðinni 1001 til 2000 metra. Þannig getur sá sem er með radarvara séð radar áður en hann lendir í því svæði sem radarinn sér hann. Ég legg til að við nýtum okkur þessa radarvara. Við ættum að setja upp tæki sem lýkja eftir radarmælingum viðsvegar í vegakerfinu og plata alla þá sem eru með radarvara í bílum sínum með því. Þeir halda þá að mæling sé í gangi og aka með árverkni.
Athugasemdir
Það er margt annað en speglun sem þarna hefur áhrif. Radartæki af gerðinni Kustom HR-8 og HR-10 sem lögreglan hefur notast við er byggðir upp á Doppler-tækni þar sem m.a. massi tækisins sem er mælt hefur mikið vægi. Jafnframt hefur veður o.m.fl. áhrif á drægi og mæligetu. Dopplertæki eru þ.a.l. ekki með uppgefið hámarksdrægi heldur ræðst mæligetan af ofangreindum þáttum.
Sem dæmi þá mælist hraði á stórum þungum bíl úr miklu meiri fjarlægð t.d. 1000 metrum þegar smábíll kemur ekki inn í mælinu fyrr en á 250 metrum. Sama á við um hraða. því meiri hraða sem mælt ökutæki er á verður svörunin sterkari. Sem sagt. Massi ökutækis + hraði + veður eru þeir þætti sem mest áhrif hafa á mælingu.
Svo er eitt enn. Þegar lögreglan mælir hraða með Dopplerradar þá er radarinn hafður í gangi án útsendingar. Þegar targetið er komið í færi er geislanum skotið og mælingin staðfestist löngu áður en ökumaður targetsins hefur tækifæri til að breyta hraðanum.
Þannig séð eru radarvarar vita vonlaus fjárfesting. Það þekki ég af áratuga reynslu við notkun radartækja.
Sveinn Ingi Lýðsson, 4.3.2007 kl. 12:25
Tillagan mín hér að ofan væri til þess fallin að gera þau enn vonlausar fjárfesttingu. Með tillögunni má hinsvegar vekja þá sem eru með slík tæki og auka þar með öryggi í umferðinni.
Birgir Þór Bragason, 4.3.2007 kl. 14:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.