Hálkan

Afhverju misstu ekki allir hinir ökumennirnir líka stjórnina vegna hálku. Getur verið að hálka hefi ekki verið orsakaveldurinn? 
mbl.is Missti stjórn á bíl vegna hálku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Teitur Þorbjörnsson

Einmitt það sem ég hugsaði þegar ég sá enn eina "vegna hálku" fréttina.  Svipað og ef að einhver keyrir fullur og ekur niður fólk, þá er það ekki honum að kenna, heldur brennivíninu.

Teitur Þorbjörnsson, 6.3.2007 kl. 11:11

2 identicon

Kannski voru þessir örfáu "hinir" sem voru á ferðinni kl. rúmlega fimm í morgun á nöglum..?

Hildur (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 18:56

3 identicon

Sæll Teitur

Það er eitt að hafa skoðun á hlutum annað að láta út úr sér svona heimsku að bera saman hálku og drykkju,slys er náttúrlega slys hvort sé hálka eða ekki skyptir ekki máli.Drykkja er heimska og það þarf mann með ansi skerta dómgreynd til að láta svona út úr sér,þú ættir kannski að brjóta heilann frekar yfir því hvernig fólkið sem lenti í slysinu hefur það.

kv

Friðrik

Friðrik (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 21:32

4 Smámynd: FLÓTTAMAÐURINN

Alveg rólegur Friðrik í að dæma manninn, hann er bara að benda á fáránleika þess að fría alltaf ökumenn ábyrgðinni á þeim slysum sem hálkan kemur við sögu.

Við viljum auðvitað öll fækka umferðarslysum og það yrði ágætis byrjun að rétt örsakagreining færi fram.

FLÓTTAMAÐURINN, 6.3.2007 kl. 21:46

5 Smámynd: Teitur Þorbjörnsson

Friðrik minn andaðu bara með nefinu.  Ég var einfaldlega að benda á hver væri orsakavaldurinn væri.  Þú þarft alltaf ökumanninn til að það verði óhapp eða slys, hvort sem hann veldur því með glannalegum akstri, augnabliks aðgátsleysi, ölvun eða einhverju öðru.  Afhverju verða flest banaslys á sumrin þegar engin er hálkan?  
Og að ég  hafi ekki hugsað út í hvernig fólkið í bílnum hefði það, þá hefðirðu kannski átt að lesa fréttina áður en þú fórst að æsa þig.

"Ökumaður og farþegi í bifreiðinni leituðu læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en meiðsli voru ekki talin alvarleg."  

Og ég var engann veginn að dæma þessa konu sem að lenti í þessu (enda veit ég ekkert hvað gerðist þarna, en trúlega ekki ekið miðað við aðstæður), heldur eingöngu að benda á orsakir umferðaróhappa og gagnrýna fréttaflutning af þeim.

Góðar stundir.

Teitur Þorbjörnsson, 7.3.2007 kl. 09:06

6 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Kæra kvenvera. Það er gott að ekki fór verr. Ástæðan fyrir því að ég set þetta svona fram er sú að ég tel að of oft hrapi menn að niðurstöðum í umferðarslysum og því verða viðbrögð ekki rétt í framhaldinu. Því fleiri sem öðlast þá reynslu að geta áttað sig á aðstæðum, því færri verða slysin. Ég ætla ökumanninum það að hann hafi nú öðlast mikla reynslu og hann muni meta aðstæður réttar í framtíðinni.

Það má læra mikið af einu svona óhappi en til þess að læra af því þá verður fólk að kyngja því að það hafi gert mistök. Það má líka læra af þessu að steinblokkir sem notaðar eru við vegaframkvæmdir geta verið hættulegar. Þeim er ætlað að taka við bílum eftir að ökumaður hefur misst stjórnina, en þó á þann veg að þær dragi úr hættu í stað þess að skapa hættu. Það má víða sjá slíkar steinblokkir sem eru rangt notaðar og auka frekar á hættu á slysi í stað þess að koma í veg fyrir slys. Þær eiga að gegna sama hlutverki og dína fyrir hástökkvara. Taka við og lengja stöðvunarvegalengd en ekki slasa þá sem á henni lenda. Ég ætla ykkur líka að hafa verið með öryggisbeltin spennt og af því má svo læra að beltin bjarga.

Birgir Þór Bragason, 7.3.2007 kl. 13:40

7 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Kæra kvenvera. Svo það verði nú ekki misskilið þá er ég ekki að tala um viðbrögð ökumans núna, heldur viðbrögð þeirra sem eiga að vinna við að koma í veg fyrir slysin. Þeir ættu að rannsaka hvað gerðist í þessu slysi og gera allt til þess að slíkt gerist ekki aftur. Kannski með ömurlegum afleiðingum. Er hægt að bæta aðstæður á og eða við þetta vinnusvæði? Er hægt að koma upp viðvörunarbúnaði sem varar ökumenn við hálku? Er rétt að bæta lýsingu þarna? Á að bæta uppstillingu steinblokka þarna og kannski víðar? Til þess að meta hvort eitthvað af þessu er nauðsynlegt þá væri gott að vita hvað það var sem gerðist. Kannski getur ökumaðurinn sagt okkur frá því. Kannski getur þú sagt okkur frá því. Það hefur lítið með heppni og/eða óheppni að missa stjórn á vélknúnu ökutæki. Það eru alltaf skýringar á því. Það er hinsvegar stundum erfitt að komast að því hvað raunverulega gerðist. Það ætti að vera hægt í þessu tilfelli úr því að ekki fór í alvöru illa.

Birgir Þór Bragason, 7.3.2007 kl. 21:50

8 identicon

"Afhverju misstu ekki allir hinir ökumennirnir líka stjórnina vegna hálku. Getur verið að hálka hefi ekki verið orsakaveldurinn?" 

"Ég ætla ökumanninum það að hann hafi nú öðlast mikla reynslu og hann muni meta aðstæður réttar í framtíðinni."

"Svo það verði nú ekki misskilið þá er ég ekki að tala um viðbrögð ökumans núna, heldur viðbrögð þeirra sem eiga að vinna við að koma í veg fyrir slysin."

Bíddu nú ... ég get ekki annað skilið en að þú sért nákvæmlega að tala um ökumann bifreiðarinnar sem lenti í slysinu.  Það getur hver sem er orðið fyrir því að missa stjórn á bifreið sinni í hálku - líka þú.  

Undarlegt hvað það er mikið af fólki sem þarf sífellt að koma því á framfæri að það viti best og réttast.  Ef þú varst ekki í bifreiðinni þegar slysið varð hefur þú engann rétt á að dæma þann sem var þar.  Hroki og helypidómar hafa aldrei verið neinum til framdráttar.

Guðrún  

Guðrún (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband