Spurning

Hví ekki að bjóða svona mönnum að fá að halda ökuréttindum að því tilskyldu að þeir láti setja Sagabúnað í bílinn. Búnaðurinn er svarti kassinn fyrir bíla. Einu sinni í viku þarf svo viðkomandi að mæta með kassann til aflestrar hjá viðeigandi embætti og þá sést hvernig aksturinn var. Brjóti hann af sér þá skal hann borga sekt.

Gott væri nú ef sveitarfélögin byðu foreldrum allra á aldrinum 16 til 18 ára slíkan búnað til afnota. Slíkur búnaður væri kærkomin foreldrum til þess að átta sig á akstursvenjum barna sinna.


mbl.is Tekinn tvisvar fyrir ofsaakstur á 10 dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ísdrottningin

Hljómar vel.

Ísdrottningin, 6.3.2007 kl. 15:27

2 identicon

Það svíður hrikalega að lesa svona fréttir um hversu margir óþroskaðir brjálæðingar æða um á kraftmiklum bílum þarna úti í umferðinni og virða engar reglur. Ég yrði sú fyrsta að ráða mig í vinnu allan daginn við að setja svona búnað í bíla hjá þeim ökumönnum sem virðast halda það að þeir komist upp með það endalaust að keyra eins og vitleysingar.

Í fyrrasumar varð ég vitni að svo hrikalegum glannaakstri ungs drengs, að það munaði engu að ég tæki bílnúmerið og hringdi á lögreglu.

En kauði slapp og samviskubitið kvelur mig ennþá yfir að hafa ekki tilkynnt þetta því það hefði getað orðið stórslys. Hann kom á fleygiferð inn í raðhúsahverfi þar sem hámarkshraði er 30 km og viðvörunarskilti um börn að leik. Þrátt fyrir það sló hann ekkert af þótt hann stefndi inn á bílaplan fyrir framan eitt raðhúsið þar sem hann stoppaði bílinn. Síðan endurtók hann leikinn um það bil 10 mínútum síðar og fór sömu leið til baka út úr hverfinu, á sama vítaverða hraðanum að sjálfsögðu. Í millitíðinni kom annar bíll að sama húsi, á löglegum hraða, lagði á sama plani fyrir framan og út úr þeim bíl komu tveir fullorðnir og tvö lítil börn innan við fimm ára aldur.

Það þarf varla að lýsa því hvað hefði getað gerst ef börnin hefðu verið komin út á planið á þeim augnablikum sem þessi brjálæðingur átti leið um.

Ef ég verð vitni að svona aksturslagi aftur, þá á sá ökumaður ekki von á góðu. Þá mun ég svo sannarlega ekki standa aðgerðarlaus og horfa upp á samborgara mína í lífshættu, heldur glöð stuðla að því að ökumaðurinn taki afleiðingum gjörða sinna.

Elsa (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 16:28

3 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Borga meiri sekt ? - er einhvern veginn farinn að efast um þessar sektir, þarf í það minnsta að breyta þeim þannig að þær séu launatengdar.. Held að KB-banka ( eða hvað hann heitir í dag ) stjórana muni nú lítið um að borga 50þúsara í sekt sem kanski svíður í veskið hjá öðrum.

Rúnar Haukur Ingimarsson, 6.3.2007 kl. 23:40

4 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Nei ekki borga sekt bara keyra eins og maður. Hann mun vita að hann er undir stöðugu eftirliti og væntanlega aka eins og maður. Lögreglan er bara sumstaðar en svarti kassinn er alltaf í bílnum og alltaf tengdur.

Birgir Þór Bragason, 7.3.2007 kl. 01:06

5 identicon

Í svona tilvikum þar sem einstakling skortir andlegan þroska til að aka bíl á viðkomandi missa ökuréttindin.  Svo eftir ákveðin tíma á viðkomandi að fá rétt til endurtaka ökuprófið.   Það á að leggja þunga áheyrslu á að taka á ungum síbrotamönnum og ölvunarakstri.  Þar eru mestu möguleikarnir að fækka banaslysum. 

Óskar Ásgeirsson (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 23:22

6 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Ég vil benda á fyrri skrif.

Ég trúi ekki á óendanlegar refsingar. Það skilar engu að flengja barnið sitt aftur og aftur.

Birgir Þór Bragason, 7.3.2007 kl. 23:57

7 identicon

Ég er alveg sammála þér Birgir.  Sektir skila takmörkuðum árangri.  Smá saman verður kerfið háð þeim tekjum sem er óæskilegt, enda eiga glæpir ekki að borga sig, hvorki fyrir þann sem fremur eða ríkið.  Eftirlistbúnaður er mjög góð hugmynd vegna síbrotamanna, þó að ökuleyfissvipting hljóti að vera eina úrræðið fyrir fólk sem ekki hefur andlegan þroska til að aka bíl.  Lausnin fyrir flesta unga ökumenn er að komið verði upp aðstöðu þar sem þeir geta fengið útrás á öruggan hátt.  Það ætti að vera forgangsverkefni en hefur algjörlega setið á hakanum.
Kv, Óskar
www.vtec.is

Óskar Ásgeirsson (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband