Forgangsverkefni

 Ég ætla að endurbirt hér blog frá því 8. nov. 2005. Það geri ég vegna þeirrar umræðu sem er varðandi Miklubraut, Hlíðarfót og göng undir Öskjuhlíð

 Það verður að byrja á tengingu í suður frá miðborginni, annað er ávísun á risaklúður.

 

Hér er það gamla 

Vegna stærðar Reykjavíkur skiptir vinnumarkaðurinn þar gríðarlega miklu máli fyrir önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Þannig sækja rúmlega 77% Seltirninga vinnu til Reykjavíkur, rúmlega 70% Kópavogsbúa, yfir 60% íbúa í Garðabæ, Mosfellsbæ og Bessastaðahreppi og tæplega 47% Hafnfirðinga.

Íbúar á svæðinu öllu eru 184.101 og störfum á svæðinu í heild, að hlutastörfum meðtöldum, fjölgaði úr tæplega 148 þúsund í tæplega 160 þúsund frá 1998 til 2000 eða um u.þ.b. 4000 á ári að meðaltali. Mest fjölgaði störfunum hjá reykvískum fyrirtækjum og stofnunum eða um 8.400. Næstmest fjölgun starfa varð í Hafnarfirði eða um 2.000. Þá kemur Kópavogur með rúmlega 1.000 ný störf.

Þar að auki sækja 10% Reykvíkinga vinnu til annarra sveitarfélaga. Af þeim sem vinna hjá fyrirtækjum og stofnunum í Kópavogi eru um 40% Reykvíkingar. Reykvíkingar eru rúmlega helmingur vinnuafls á Seltjarnarnesi, kringum þriðjungur í Garðabæ og Mosfellsbæ og ríflega fimmtungur í Hafnarfirði.

Stofnbrautir á svæðinu þurfa að anna þeirri umferð sem af þessu leiðir. Það er hlutverk borgaryfirvalda og bæjarstjórna á svæðinu að skipuleggja þær. Þeirri vinnu verður að hraða. Það eru 120.865 fólksbifreiðar á þessu svæði, bifreiðar sem íbúarnir nota til að sækja vinnu innan og á milli sveitarfélaga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband