Forgangsverkefni
7.3.2007 | 11:36
Ég ætla að endurbirt hér blog frá því 8. nov. 2005. Það geri ég vegna þeirrar umræðu sem er varðandi Miklubraut, Hlíðarfót og göng undir Öskjuhlíð
Það verður að byrja á tengingu í suður frá miðborginni, annað er ávísun á risaklúður.
Hér er það gamla
Vegna stærðar Reykjavíkur skiptir vinnumarkaðurinn þar gríðarlega miklu máli fyrir önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Þannig sækja rúmlega 77% Seltirninga vinnu til Reykjavíkur, rúmlega 70% Kópavogsbúa, yfir 60% íbúa í Garðabæ, Mosfellsbæ og Bessastaðahreppi og tæplega 47% Hafnfirðinga.
Íbúar á svæðinu öllu eru 184.101 og störfum á svæðinu í heild, að hlutastörfum meðtöldum, fjölgaði úr tæplega 148 þúsund í tæplega 160 þúsund frá 1998 til 2000 eða um u.þ.b. 4000 á ári að meðaltali. Mest fjölgaði störfunum hjá reykvískum fyrirtækjum og stofnunum eða um 8.400. Næstmest fjölgun starfa varð í Hafnarfirði eða um 2.000. Þá kemur Kópavogur með rúmlega 1.000 ný störf.
Þar að auki sækja 10% Reykvíkinga vinnu til annarra sveitarfélaga. Af þeim sem vinna hjá fyrirtækjum og stofnunum í Kópavogi eru um 40% Reykvíkingar. Reykvíkingar eru rúmlega helmingur vinnuafls á Seltjarnarnesi, kringum þriðjungur í Garðabæ og Mosfellsbæ og ríflega fimmtungur í Hafnarfirði.
Stofnbrautir á svæðinu þurfa að anna þeirri umferð sem af þessu leiðir. Það er hlutverk borgaryfirvalda og bæjarstjórna á svæðinu að skipuleggja þær. Þeirri vinnu verður að hraða. Það eru 120.865 fólksbifreiðar á þessu svæði, bifreiðar sem íbúarnir nota til að sækja vinnu innan og á milli sveitarfélaga.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.