Áskorun!

Ég skora hér með á stjórnendur bæjarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum að ganga til liðs við þá aðila sem nú þegar hafa hafið framkvæmdir við byggingu akstursíþróttasvæðis á Suðurnesjum. Í ljósi þess að Björn Ingi, formaður borgarráðs og varaforseti borgarstjórnar, hefur sagst vilja snúa vörn í sókn fyrir hönd skíðafólks á Íslandi, tel ég eðlilegt að slíkt hið sama verði gert fyrir alla þá sem vilja stunda akstursíþróttir.

Þeir eru margir sem eiga í dag sportbíla, fólk á öllum aldri og báðum kynjum, sem hafa enga aðstöðu til þess að leika sér á þeim tækjum. Það veldur því að þeir stelast til þess að leika sér á almennum vegum með tilheyrandi hættu. Það er kominn tími á aðgerðir.

Virðingarfyllst

Birgir Þór Bragason


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FLÓTTAMAÐURINN

Heyr heyr.

FLÓTTAMAÐURINN, 10.3.2007 kl. 17:30

2 identicon

Kvartmílubrautin hefur verið opinn á fimmtu og föstudagskvöldum undanfarin ár, þar hafa áhugamenn æft sig og haft gaman af fyrir aðeins 500 kr. 

Einhverjahlutavegna hefur það reynst okkur erfiðara með hverju árinu.

En úppúr stendur samstarf okkar við Lögreglu Hafnarfjarðar og Lögregluskólann               

Jóhann Sæmundsson (IP-tala skráð) 10.3.2007 kl. 18:46

3 identicon

eg tek undir þetta..... það vantar braut fyrir akstursiþrottir....það eru ekki allir sem vilja forna sportbilunum sinum.... til að kaupa td.rallybil og keppa 6x a ari.... og geta hvergi æft sig þar a milli......

eg er ansi hræddur um, ef skiða-unnendur fengu engar æfingar og myndu bara mæta beint i keppni þessa fau daga sem opið er..... (en frabært i alla staði ef Blafjöll verði með fleiri opnunar daga fyrir skiða folk...)

En eitt er vist AKSTURSIÞROTTARBRAUT VANTAR.....

ps. eg er einn af þeim sem (fekk vitið) fekk mer rallybil... OG FOR AF GÖTUM BORGARINNAR UT A LOKAÐA VEGI..... og stunda sportið mitt ALLVEGA 6X A ARI......

þa er bara ein spurning.....HVER VERÐUR GOÐUR I SINU SPORTI AÐ STUNDA ÞAÐ 6X A ARI..............................ENGIN......

 PPS. Flott framtak fyrir kvartmilu unnendur að hafa aðgang að mjög gamalli braut (TEKUR EKKI KRAFTMESTU BILANA) en dugar fyrir löglega götubila....mjög goð byrjun...   EN við stundum ekki torfæru,rally,gokart,motorkross,rallykross,drift ofl engöngu a kvartmilubraut....  það væri svipað og að stunda allar bolta iþrottir a tennisvelli..  (þetta er EKKI skot a bolta ahugamenn)

KVEÐJA

Petur Sigurbjörn Petursson.

Petur Sigurbjörn Petursson (IP-tala skráð) 10.3.2007 kl. 22:19

4 Smámynd: GK

Sammála þessu...

GK, 12.3.2007 kl. 01:24

5 identicon

Ég er sammála. AKSTURSÍÞRÓTTABRAUT VANTAR !!!!!!!!!!!!!!

Sigurður Aðalgeirsson (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 18:39

6 identicon

Flestir nenna ekki lengur að benda á þetta því stjórnvöld hafa sýnt það af sér að hafa innan við ENGAN skilning á þessu. Hvað dóu margir í fyrra í umferðinni ? Hvað þekkir þú marga sem hafa slasast illa eða dáið í fíflaskap sínum eða annara í umferðinni ? Hvað þarf mörg mannslíf og hjólastóla ?

Ok - akstursíþróttabraut er aðeins einn af mörgum þáttum sem þarf að koma til - þannig að akstursmenning skáni hérlendis - en hún er ódýr, virkar strax og samlegðaráhrif hennar eru mikil.

Styð þetta eindregið.

 Daníel Sigurðarson

Daníel (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 20:35

7 identicon

Í svona málum gleymist kvartmílu klúbburinn alltaf. Það er búið að samþykkja deiliskipulag fyrir hringakstursbraut hliðina á kvartmílubrautinni í hrauninu fyrir framan Alcan eða gamla Ísal. Það er einsog að bílaáhugamenn geti aldrei sagt frá neinu sem KK gerir og er búinn að gera.

Jón Þór Bjarnason (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 22:06

8 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Verður þetta svæði, Jón, samkvæmt öryggiskröfum FIA? Er búið að teikna brautina? Er FIA búið að fara yfir hönnun brautar og öryggisvæða? Hefur FIA samþykkt þessa útfærslu? Hvað er -deiliskipulag fyrir hringakstursbraut-?

Birgir Þór Bragason, 15.3.2007 kl. 22:41

9 identicon

Ég spyr á móti: "Hvar er deiliskipulag fyrir Icelandic Motopark ?".  Hvers vegna ættu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að leggja fé af hendi í einkaframkvæmd á Suðurnesjum ?

Surfer (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband