Meira fé
13.3.2007 | 08:49
Sagt er frá því á ruv.is að einum milljarði verið varið aukalega tli framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu. Það kemur ekki fram hvenær þessi milljarður verður aðgengilegur. Er þetta einn milljarður á næstu 12 árum eða er þetta til ráðstöfunar á þessu ári? Hvað á að gera fyrir þennan milljarð? Mesta þörfin er að minnka álagið á Kringlumýrarbraut og Miklubraut og það verður aðeins gert með því að opna leið fyrir umferð að miðborginni úr suðri.
Athugasemdir
Tekið af Visir.is "600 milljónir fari í gerð mislægra gatnamóta við Kringlumýrarbraut og Miklabraut á árinu 2009, en R-listinn lagðist gegn þessum gatnamótum á sínum tíma en núverandi meirihluti vill byggja þau. Þá fara 400 milljónir til fjölgunar akbrauta og aðreina við gatnamót Hafnarfjarðarvegar og Vífilstaðavegar. Samtals er þetta milljarður til viðbótar á höfuðborgarsvæðið. " kv.
Helga B (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.