Afhverju hélstu áfram, Stein­gerður Stein­ars­dótt­ir ...

... eftir að þú komst að því að þú hafðir enga stjórn á bílnum? Hvað ókstu langt án þess að hafa stjórn á bílnum?
mbl.is Aldrei upplifað annað eins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég ók sem leið lá út úr Kópavogi heiman frá mér. Það var bíll við bíl og hvergi mögulegt að snúa við. Mér var nauðugur einn kostur að halda áfram. Það var ekki einu sinni mögulegt að reyna að aka upp á gangstétt og leggja því þá byrjaði bílinn að renna. Það eina sem var fært að var að aka lúshægt áfram og reyna eftir bestu getu að halda bílnum beinum og það gerði ég.

Steingerður Steinarsdóttir (IP-tala skráð) 21.10.2014 kl. 14:08

2 identicon

Jeppar eru einhver andstyggilegustu ökutæki sem um getur þegar hált er. Gildir þá einu hverslags dekkjum þessar ófreskjur eru á.

Móri (IP-tala skráð) 21.10.2014 kl. 16:46

3 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Er það í alvörinn þannig að ef leiðin er ekki fær skal hún nú samt farin. Ekkert fær stöðvað „mig“.

Í óbyggðum er það þannig að þeir sem hafa vit á að stoppa og halda kyrru fyrir þegar leiðin er ekki lengur fær, komast af, hinir ekki.

Hvað er svo áríðandi í vinnunni að það kemur ekki til greina að stoppa og halda kyrru fyrir þar til aðstæður batna?

Birgir Þór Bragason, 21.10.2014 kl. 18:16

4 identicon

Birgir, nú er ekki rétt orðað hjá þér að það hafi verið ófært. Hið rétta er að það var mjög þungfært. Miklu þungfærara en hefði þurft að vera ef Kópavogsbær hefði ekki klúðrað í morgun. Ljótt klúður. En ökumenn samt alltaf ábyrgir gagnvart því að aka miðað við aðstæður og allt það. Steingerður hefði örugglega viljað skilja bílinn eftir, enda aðstæður við það að verða henni ofviða, en þraukaði samt. Dálítil dómharka hérna í gangi.

jón (IP-tala skráð) 21.10.2014 kl. 20:35

5 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Það stóð nú ekki til að dæma einn né neinn með þessari bloggfærslu. Gat bara ekki þagða eftir lesturinn. Það sem stakk mig var:

„ Hálk­an var slík að það var ekki mögu­leiki á að stjórna bif­reiðinni “

„ Ég gat ekki einu sinni stoppað til þess að kanna hvort það væri í lagi með fólkið í bíl­un­um því ég gat ekki bremsað í hálk­unni,“ seg­ir Stein­gerður. “

Er í lagi að halda áfram við þessar aðstæður?

Birgir Þór Bragason, 21.10.2014 kl. 20:43

6 identicon

Það er ekki séns að svo hált hafi verið ef réttur útbúnaður er fyrir hendi, sér í lagi með alla þessa reynslu og góðann fjórhjóladrifinn jebba til reiðu.

Það er þá ekki nema að jeppar þurfi allt í einu ekki alminnileg vetrardekk. Og nei, þessi grínista heilsársdekk sem sumum þykja fullnægjandi á höfuðborgarsvæðinu eru í besta falli álíka góð og gróf sumardekk, enda ekki vetrardekk fyrir íslenskar aðstæður.

Johnny Boy (IP-tala skráð) 23.10.2014 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband