Þetta er fáránlegt
30.3.2007 | 09:38
Það eru þá ekki bara ungu ökumennirnir sem vilja prófa hvað bíllinn getur. Það er til skammar að Forseti Íslands skuli ekki vera virkari þátttakandi í baráttunni gegn umferðarslysunum. Ég er næstum orðlaus yfir þessu, og segi ekki meira að sinni.
Fjallað um Ísland í loftslagsumfjöllun Time | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þegar nýir bílar eru reyndir eru þeir örugglega keyrðir yfir löglegan hámarkshraða, hvar sem er í heiminum. Er þá nokkuð óeðlilegt að slíkt sé gert hér, þar sem aðstæður leyfa slíkt? Varla hefur Ólafur verið að aka í umferðinni á Álftanesi.
Ómar Bjarnþórsson (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 10:09
Það er gert á löglegan hátt. Ólafur sagði: „Ég ætti ef til vill ekki að segja frá þessu, en ég varð sá fyrsti til að fara yfir löglegan hámarkshraða á vetnisbíl. Ég vildi kanna hvað hann gæti."
Birgir Þór Bragason, 30.3.2007 kl. 10:13
Það er ekki í verkahring forsetans að kanna hvað vetnisbílar eru aflmiklir. Aflprófanir á bílum eiga að fara fram á þar til gerðum bekkjum, þar sem bílar hreyfast ekki úr stað.
Tek heilshugar undir með Birgi.
Grétar (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 10:14
Ég var einu sinni í bílalest forsetans þegar hann var í opinberri heimsókn á Suðurlandi. Hann kom víða við og þeysti á milli staða á einum degi. Þegar við vorum að keyra malarveg sem liggur frá Landeyjunum inn í Fljótshlíð þá treysti ég mér ekki til að aka á sama hraða og lestin, sem var vel yfir 130 km/klst. Mér er slétt sama þó að lestin hafi verið leidd og fylgt eftir af lögreglubílum og forsetinn hafi verið að falla á tíma - þetta var ekki eðlilegur akstur... það skal reyndar tekið fram að Ólafur var ekki undir stýri :-)
(síðan getur maður spurt sig hvort það sé hættulegt að aka á 150 á venjulegum fólksbíl á malarvegi... fyrst að þannig er ekið með þjóðhöfðingjann)
GK, 30.3.2007 kl. 10:56
Tek undir þetta, ekki til fyrirmyndar hjá forseta vorum, svo mikið er víst.
Herdís Sigurjónsdóttir, 30.3.2007 kl. 11:01
Eru það málsbætur að vera umhverfisvænn ökuníðingur :)
Kristinn Hrafnsson (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 13:14
Hver keyrir ekki yfir hámarkshraðann? Auðvitað segjast allir vera á móti hraðakstri en líklega flestir þá með ofsaakstur í huga. Man eftir því þegar ég var í ökukennslu fyrir nokkrum árum síðan, þá neyddist maður til þess að keyra á hámarkshraðanum. Alltaf var það þannig að 90% bíla brunuðu framhjá manni.
Hver ætli meðalhraðinn sé í umferðinni? Gæti alveg trúað því að hann sé 20 yfir. Kemur mér ekki á óvart að forsetinn fari einnig yfir hámarkshraðann.
Geiri (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 15:29
Þetta er Forseti Íslands sem er að guma af því að hafa brotið lög, í viðtali við Time!
Birgir Þór Bragason, 30.3.2007 kl. 15:43
Forseti Íslands getur vel verið eins og hver annar vísindamaður. Hví skyldi hann ekki setja sig í spor hans við réttar aðstæður. Forsetinn er enginn afglapi.
Ómar Bjarnþórsson (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 17:56
Aðstæður voru ekki réttar heldur rangar. Hann segir það sjálfur. Hann játaði á sig lögbrot. Því til viðbótar gerði hann það um heim allan og með þessu örvar hann fólk, ekki bara á Íslandi heldur líka í öðrum löndum, til þess að kanna hvað bílarnir þeirra geta. Þetta eru meira en tæknileg mistök.
Birgir Þór Bragason, 30.3.2007 kl. 18:54
Ég sá forsetajeppann taka framúr bíl upp á gagnstétt rétt hjá Ægissíðunni í fyrra. Ólafur brosti sínu breiðasta. Honum lá víst eitthvað á.
Björn Heiðdal, 1.4.2007 kl. 14:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.