Stóra bölið
18.4.2007 | 07:06
Akstur undir áhrifum er eitt mesta bölið í umferðinni. Það má rekja um 40 prósent banaslysa til slíks ábyrgðarleysis og önnur brot á umferðarlögunum eru hjóm eitt. Það þarf stöðuga umræðu um þetta og það þarf að klingja á þessu aftur og aftur. Það ætti að ræða þetta í framhaldsskólum og benda á leiðir eins og að skiptast á að vera edrú og sjá um aksturinn. Einnig ættu menn að skilja lyklana eftir heima og nýta sér frekar leigubíla þegar farið er á skrall en ekki bara þegar farið er heim. Þeir sem aka á staðinn og fara heim með leigubíl þurfa jú að sækja bílinn daginn eftir hvort sem er. Hættum þessu og fáum bestu vini okkar til þess sama.
Eftir einn ei aki neinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.