Ísland í augum útlendinga

Svona sá Jeremy Clarkson Ísland árið 1994. Þátturinn var marg endursýndur um allan heim á BBC. Það er nokkuð víst að sú auglýsing sem Ísland fékk þarna skilaði mörgum ferðamönnum til landsins. Það hefur þó verið vanmetið alla tíð. Það er svekkjandi því þó nokkrir íslendingar unnu að þessum þætti og eiga meðal annars stóran hlut í handritinu. Þeim hefur ekki enn verið þakkað.

p.s. sá er þetta skrifar kom þar hvergi nærri :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Einarsson

Biggi hefur þetta virkilega ekki verið sýnt i sjónvarpi hér á landi.

Hefði sko gefið góðann penging til að fá að sitja í hjá Gísla G. eða Einari Gunnlaugs yfir mýrina á Hellu.

Er alveg klár á þvi að þetta hefur skilað mikklu fleirri ferðamönnum til Íslands en margt af því sem hið opinbera hefur gert til að laða hingað ferðamenn.

Sverrir Einarsson, 26.4.2007 kl. 21:23

2 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Nei þetta hefur ekki verið sýnt í sjónvarpi á Íslandi. Þó var sjónvarpsstöðvunum boðið að fá þáttinn strax árið 1995 en það var enginn áhugi. Það hefur mér alltaf fundist skrítið, vægt sagt.

Birgir Þór Bragason, 26.4.2007 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband