Að sjálfsögðu

Það er frábært að lögreglan skuli æfa hraðakstur. Við viljum að hún komi fljótt þegar við þurfum á henni að halda. Breski herinn hefur í meira en áratug nýtt sér stærasta rallið á Íslandi til þess að æfa sína menn í hraðakstri á möl og láta vel af. Ég hef hins vegar ekki séð íslensku lögregluna nýta sér þann möguleika, merkilegt.
mbl.is Æfa hraðakstur í yfirgefinni herstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Afhverju ekki að leyfa öllum að keyra eins og druslan getur.  Svona umferðarkommúnimsi á ekki lengur við.  Bílar eru hannaðir til að keyra miklu hraðar en 80 eða 90km.

Björn Heiðdal, 5.5.2007 kl. 14:48

2 identicon

finst agalegt þegar lögreglumaðurinn segjir að þetta sér svakalega gaman, svo er fólk að furða  sig á því afhverju hraðinn er svona mikill á götunum, meirað segja lögreglan hefur "gaman" af þessu

Emil (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 15:42

3 identicon

Já nokkuð merkilegt //// þetta er svo gaman,hefði frekar átt von á að lögreglumaður myndi tala frekar um öryggismál gagnvart umferð bíla og fólki eins og yfirmaðurinn talar um.

Það þyrfti að opna þetta svæði fyrir almenningi á meðan ekkert athafna og æfingasvæði er til staðar fyrir almenning hér á landi.

þorvaldur (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 16:41

4 identicon

Björn:

Ef allir fengju að keyra eins og druslan getur væru banaslys hérna annan hvern dag. Þvert á móti er hámarkshraði of hár hér á landi ef eitthvað er. Það sem verra er að það virðist bara viðgangast að hann sé þverbrotinn, bæði af lögreglu og almennum borgurum. 

Aftur á móti verð á að taka undir með þér Birgir að lögreglan mætti, og í raun ætti að nýta sér aksturskeppnir til þjálfunar. Það myndi gefa gott fordæmi og þá um leið auka virðingu hins almenna borgara fyrir lögreglunni. 

Pétur Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 17:36

5 Smámynd: Björgvin S. Ármannsson

Flott framtak hjá lögreglunni. 

Pétur: ég er þér ekki sammála um að hámarkshraði sé of hár, og ég ætla að vona að ef af tvöföldun suðurlandsvegar verður að hámarkshraðinn þar verði 120-130km/klst. Einnig á Reykjanesbraut þegar hún verður fullkláruð. Ég er samt sammála þér varðandi að það væri algjör vitleysa að afnema hámarkshraðann. 

Björgvin S. Ármannsson, 5.5.2007 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband