Góður vinur
7.5.2007 | 09:51
Góður vinur minn er alvarlega slaðaður. Ég er með kökk í hálsinum, tár í augunum og verk í hjartanu mínu. Því þarf þetta að gerast. Í tilraun sinni til að afstýra árekstri féll hann í götuna og slasaðist illa.
Ég ætlast til að tildrög slysins verði rannsökuð og niðurstaða fáist svo hægt verði að nýta hana til að koma í veg fyrir endurtekningu. Ég veit að vinur minn er sömu skoðunnar. Hver sekur er eða saklaus í þessu máli skiptir ekki máli, hugur minn er hjá þér elsku vinur minn.
![]() |
Fluttur alvarlega slasaður á slysadeild LSH |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Elsku Biggi. Þetta var hræðilegt slys.Bið fyrir vini þínum,og vona að hann nái sér að fullu.Knús til þín.Guðrún.
Guðrún ókunnug (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 20:30
Alltaf leiðinlegt þegar vinir manns slasast, á hvaða hátt sem það nú er. Óþægilega mörg mótorhjóla óhöpp búin að eiga sér stað á þessu sumri. Sem er varla byrjað. Ég sjálfur varð vitni af einu slíku á Sauðárkróki núna rétt um daginn, en þar slapp knapinn naumlega, aðeins brotið rif og skrámur.
Vona að vinur þinn jafni sig.
Hermann Valdi Valbjörnsson, 7.5.2007 kl. 20:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.