Samanburður!!!!

Hér er verið að bera Ísland saman við lönd sem hafa ekki sömu lífsgæði. Það er ekki sérstakleg snjallt, að mínu mati. Ef maður ber Danmörku saman við Ísland, þá hallar á Ísland og það verulega.

Árslaun í iðnaði í Danmörku eru 41.133 evrur en á Íslandi 33.207

Í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð eru launin í DK 41.543 en á Íslandi 40.095

Og að lokum, í verslun og viðgerðarþjónusta, Danmörk, 36.931, Ísland 33.730.


mbl.is Launakostnaður hér á landi hærri en í Evrópusambandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég bý í Danmörku og hérna þarf ég að borga 60% í skatt og er samt ekki í toppskatt. Töluvert meira en á Íslandi.

Frá heimasíðu stéttarfélags verkfræðinga:

Meðalmánaðarlaun nýútskrifaðra verkfræðinga (fyrir skatt) með mastersgráðu er 387.088 á Íslandi (miðað við útskriftarárið 2006)

Frá heimasíðu ida.dk (verkfræðingafélagið í Danmörku):

Meðalmánaðarlaun nýútskrifaðra verkfræðinga (fyrir skatt) með mastersgráðu er 28.618dkk, eða 334.460 íslenskar krónur, í Danmörku (miðað við útskriftarárið 2006).

Svo allavega fyrir langskólagengna eru laun bæði hærri á Íslandi og skattar lægri. Það er ekki alltaf bara hægt að einblína á launatöluna, skattur og kostnaður hefur einnig mikið að segja. Íbúðakostnaður er eitthvað lægri í Danmörku (svo lengi sem þú býrð ekki í Kaupmannahöfn, þar er hann hærri) en orkukostnaður í Danmörku er talsvert hærri og þarf ég í mínu 100fm raðhúsi, þar sem rafmagn og vatn er sparað, að borga nánast það sama á ári og foreldrar mínir á Íslandi í sínu 200fm einbýlishúsi með heitum potti og útiljósum í öllum garðinum.

Unnur Stella Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 10:12

2 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Vextir eru talsvert lægri í Dk svo og matarverð. Það eru mjög stórir útgjaldaliðir á Íslandi.

Birgir Þór Bragason, 9.5.2007 kl. 10:24

3 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Annars fjallar skýrslan um útgjöld fyrirtækja en ekki um tekjur einstaklinga.

Birgir Þór Bragason, 9.5.2007 kl. 10:27

4 identicon

Vextir hafa áhrif auðvitað á kostnað fyrirtækja á móti, svo neytendur borga brúsann ekki einir.

Samanburður á launakostnaði einum og sér gefur heldur kannski ekki nógu mikið, því mismunandi hagkerfi gefa mismunandi raunstærðir fyrir fólk að vera að dilla sér með.

En það að Ísland standi í samanburði við önnur lönd en ekki lengur sjálft sig er hinsvegar að mínu mati jákvæð þróun, en ég við eigum að bera okkur saman við okkur fyrst og fremst.

Kv.

Ólafur

Ólafur (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband