Hlutfall
30.5.2007 | 12:18
Það vekur athygli mína, þessi fjöldi árekstra á Bústaðavegi. Gott væri að fá tölur hér með þessari frétt um umferð á þessum vegum sem upp eru taldir. Til dæmis væri fróðlegt að fá upptalningu á árekstrum miðað við ekna kílómetra á viðkomandi umferðaræðum. Mig grunar að þá verði Bústararvegur að svörtum bletti í umferðinni í Reykjavík.
Flest umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæði verða á Reykjanesbraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Legg líka til að það verði skipt um nafn á Reykjanesbraut þeirri er liggur frá Hafnarfirði og inn í Reykjavík. Það er jú bara ein Reykjanesbraut ;)
Karl (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 12:59
Get sagt þér það að eystri gatnamótin við Bústaðabrú og fráreinina af Kringlumýrarbraut eru stórvarasöm. Það hafa óeðlilega mörg slys þar sem að ökumaður ekur vinstri beygju í veg fyrir bifreið sem kemur á móti vegna þess að ökumenn sem aka til vesturs og ætla að aka suður Kringlumýrarbrautar í átt að Kópavogi mynda bifröð sem nær yfir eystri gatnamót Bústaðabrúar. Einn og einn ökumaður á vinstri akrein þar af leiðandi eru að "hleypa" ökumönnum á móti sem eru á leið til austurs og ætla að beygja á eystri gatnamótunum til vinstri í áttina að Kringlunni aka því mjög oft í veg fyrir ökumenn sem eru á leið til vesturs á hægri akreininni. Eitthvað sem lögreglan og fleiri aðilar vita af en hafa ekki ennþá lagfært.
Ólafur Þór (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 14:20
Þessum gatnamótum var lýst í skýrslu árið 1999 sem hættulegustu gatnamótum í Reykjavík. Síðan þá hefur ekkert verið gert til lagfæringa þarna. Merkilegt.
Birgir Þór Bragason, 30.5.2007 kl. 14:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.