Helmingur slysa skráður!!

Það vekur furðu mína hve hægt þetta mál gengur. Á landi þar sem nánast allir nota tölvur, nánast allir eru nettengdir, og allar stofnanir geta ef vilji er fyrir hendi skráð nánast hvað sem er. Hvað veldur því að þetta er í jafn miklum ólestri og raun ber vitni?

Í 8. grein laga um Lýðheilsustöð segir: Slysavarnaráð. Hlutverk slysavarnaráðs er að stuðla að fækkun slysa. Ráðið skal sjá til þess að slys séu skráð með samræmdum hætti. Jafnframt skal ráðið hlutast til um úrvinnslu skráðra upplýsinga og birtingu þeirra. Ráðið mótar reglur um framkvæmd skráningar og aðgang að upplýsingum úr skránni. Samræmd slysaskrá skal varðveitt hjá landlækni. Ráðherra skal setja reglugerð þar sem kveðið er á um skipan ráðsins og starfsemi þess.

Hver er og hefur verið formaður þessa ráðs undanfarin ár? Hver er ábyrgur fyrir því að þetta er í ólestri?


mbl.is 32.500 slys á skráð í slysaskrá á síðasta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agný

Ef að tæp 36.000 slys eru helmingur allra slysa á landinu yfir 1 ár þá verð ég að segja að mér finnst rosalega mikið af slysum heilt yfir hér á landi, jafnvel þó að þau væru "bara" 36.000.. En að heimilsslys skuli vera flest samkvæmt skráningu það finnst mér rosalegt..... Eitthvað sem þarf að skoða betur þar...

Agný, 4.6.2007 kl. 19:55

2 identicon

Það er ekki heldur nóg að skrá slysin. Það þarf að nýta slagkraft þeirra upplýsinga sem þannig fást, mun betur.  Mér finnst að niðurstaða rannsókna á hverju einasta alvarlega umferðarslysi sem rannsóknarnefnd in tekur fyrir, verði birt almenningi, svona eins og rannsónarnefndir sjó- og flugslysa gera.  Á fundinum sem bifhjólamenn héldu í Laugardalshöllinni í fyrra hélt formaður nefndarinnar ræðu og sagði það hreint út, að ástæða dauðaslyss á mótorhjóli hefði verið að sá sem lést hefði verið að prjóna þegar hann missti vald á hjólinu.  Það að fá að heyra þetta skýrt og skorinort, hefur örugglega fengið einhverja til að hugsa sig tvisvar um áður en hann fór út að prjóna næst, og þannig kannski komið í veg fyrir annað alvarlegt slys.  Án efa myndu upplýsingar af þessu tagi hafa forvarnargildi ekki síður en leiknar auglýsingar Umferðarstofu.

No: 11 (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 11:00

3 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Að skrá ÖLL slysin inn er einmitt forsenda þess að gagnagrunnurinn komi að notum. Það er hálfkák að vera aðeins með rúm 50 prósent slysa skrá ef nota á gögnin til þess að koma í veg fyrir slys. Þess vegna verður að koma þessu í lag.

Auðvita á að birta gögn rannsóknarnefnda með samskonar hætti, hvort sem það er í flugi, til sjós eða það sem gerist á landi. Það hefur forvarnargildi.

Birgir Þór Bragason, 5.6.2007 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband