Þarf einhver að efast lengur?

Aukið eftirlit með ökumönnum sýnir svo ekki er um að villast að þess var þörf. Vímuástand ökumanna undanfarin ár hefur kostað mörg mannslíf. Talið er að allt að 40 prósent banaslysa hafi mátt rekja til þess á undanförnum árum. Vonandi nást sem flestir sem reyna að aka í þessu ástandi og vonandi lætur fólk þetta sér að kenningu verða.

Það má hins vegar gera betur. Það er kominn tími á 0 sýn hvað varðar vín eins og fíkniefni. Ég skora á menn lækka prómiltöluna í 0 nú þegar.


mbl.is Tæplega 30 teknir undir áhrifum fíkniefna við akstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála - Þarna þarf að verða algjör hugarfarsbreyting. Allt of margir keyra eftir einn, eða tvo eða 3,4,.......... og finnst það ekkert tiltökumál. Það er ólöglegt og þar að auki stór hættulegt.

Elín (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 07:11

2 identicon

Það er alltaf smá vínandi í blóði fólks, líkaminn framleiðir efnið í litlu magni. Ef að talan verður lækkuð í 0 þá missa allir sem lögreglan stöðvar bleika kortið.

Eyjólfur (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 09:43

3 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Í dag er það þannig, því miður, að fólk er að aka eftir einn. Það er algengt og ég hef margsagt það, fólk fer í hádeginu og fær sér eitthvað holt að borða t.d. salat en fæ sér hvítvín með því. (takið það til ykkar sem vitið) Það gerir fólk í skjóli þess að því verður ekki refsað fyrir lögbrotið því brotið þarf að vera af skilgreindri stærðargráðu.

Sú aðferð sem í dag er notuð til þess að mæla og finna út áfengismagnið í blóðinu, er ekki ein og sér ráðandi um að ætlað brot hafi verið framið. Það er aðeins einn þáttur í sönnunarferlinu. Það er vel hægt að setja 0 þarna eins og varðandi fíkniefni.

Birgir Þór Bragason, 12.6.2007 kl. 10:08

4 identicon

Ekki kæmi mér á óvart að um helgar a.m.k. aki svona 20 % ökumanna undir áhrifum vímuefna og hræðilegar eru fréttirnar af því að 20 % ölvaðra ökumanna séu innflytjendur. Þeir eru líka mun ölvaðri samkvæmt  heimildum frá VÍS. Það eiga væntanlega eftir að verða mörg hræðileg bílslys í sumar vegna þessa ástands. Svo má mótorhjólafólk virkilega fara að taka sig á, en það hefur nú þegar almenningsálitið á móti sér vegna ofsaaskurs og tillitsleysis í umferðinni, nánast telur sig yfir lög og reglur hafið.

Stefán

Stefán (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband