Spurning
3.7.2007 | 14:31
Um 40 prósent banaslysa eru enn og aftur tengd vímuástandi. Eðlilega vaknar sú spurning hvort það sama eigi við þegar slysin eru alvarleg án þess að bani hljótist af. Er verið að rannsaka þau slys einnig? Er kannski fé til rannsókna á umferðarslysum skorið við nögl? Ég las um daginn að umferðarslysin kosti á milli 20 og 30 milljarða á ári. Talandi um hærri töluna þá eru það um 82 milljónir á hverjum degi, árið um kring. Erum við að gera nóg í að reyna að koma í veg fyrir slysin? Hvað finnst þér?
Eigum ekki að sætta okkur við þetta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki hef ég nú alltaf verið sammála þér Biggi minn í gegnum tíðina (stundum þó..) en ég er alveg meira en sammála þér í þessu máli. Umferðarslys eru að kosta okkar samfélag gríðarlega háar upphæðir á ári hverju samanber tölurnar sem þú nefndir. Það er jú auðvitað spurning um það hvort það væri ekki þess virði að eyða meiri fjármunum í almennar slysarannsóknir sem og forvarnir heldur en gert er? Nokkurhundruð miljónir aukalega á ári eru jú bara dropi í hafið í þessu stóra samhengi.
Ég verð samt að segja það að ég er mjög ánægður með þá breytingu sem orðin er að því leyti að Rannsóknarnefn umferðarslysa rannsaki og geri skýrslur um öll dauðaslys. Ég hef lengi fylgst vel með störfum RNF (Rannsóknarnefndar Flugslysa) og hef lesið allar þeirra skýrslur árum saman. Því finnst mér gaman að sjá að farið er að vinna svipaðar skýrslur og verkferli að sumu leyti bæði hjá RNU (umferðarslys) og RNS (sjóslys) lýkt og RNF (flugslys) rannsóknarnefndin gerir.
RNF rannsakar öll flugslys, flugatvik, óhöpp og bara allar uppákomur sem verða á flugvélum og gera skýrslu um hvert atvik sem yfirleitt endar á tillögum í öryggisátt, þ.e. hvað má gera til að koma í veg fyrir endurtekningu á slysi/atviki..?
Við flugmenn vitum það mæta vel að við lifum ekki nógu lengi til að læra einungis af okkar eigin mistökum - Við þurfum því líka að læra af mistökum annara til þess að lifa vonandi aðeins lengur..! Og það held ég að eigi alveg örugglega við líka varðandi almenning í umferðinni...!!
Kveðja,, gudni.is
gudni.is, 3.7.2007 kl. 15:48
Svarið við blogg færslunni er auðvitað einfalt nei.
Annars dett ég hérna inn á síðuna hjá þér aftur því mikil umræða hefur verið uppá síðkastið í fjölmiðlum þar sem formaður eða einhver í forsvari frá fíb hefur mikið verið rætt við og sömuleiðis kristján möller samgönguráðherra. Ég sakna þess að sjá þig í umræðunni því þú hefur yfirleitt getað bent á uggvænlegar staðreyndir um hversu vitlaust áherslum er skipt niður á verkefni vegagerðarinnar og ríkisins í þessum málum. Viðtal við þig í Íslandi í dag hérna einhvertímann um árið kemur alltaf upp í huga mér þar sem þú gast látið, hvort það var þáverandi samgöngumálaráðherra eða aðstoðarmann hans, nánast heyra það þar sem svokölluðu svörtu blettirnir virtust engan vegin vera teknir inn í áætlanir og virst hunsaðir.
Allavegana þá vill ég þakka fyrir hnitmiðuð skrif og óska ólmur eftir fleiri pistlum frá þér því ég veit að þú hefur sterkar skoðanir sem vert er að hlusta á.
Ægir (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 09:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.