Hvað er rétt?
17.7.2007 | 12:53
Í þessari frétt er sagt að 51% tjóna eigi sér stað í Reykjavík einni. Það eru þá sennilega líka 51% slysa þar einnig. Sagt er að í Reykjavík einni hafi 1.234 slasast á árinu 2006. Yfirfærum það á landið allt og út kemur að 2.420 hafi slasast á Íslandi árið 2006. Samkvæmt gögnum Umferðarstofu létust og/eða slösuðust á landinu öllu 1.358 árið 2006.
Sá er hér skrifar hefur lengi haldið því fram að opinberar tölur um umferðarslys eru ófullnægjandi. Þær eru beinlínis rangar. Nú ætla ég að bæta því við að ég tel að það sé gert viljandi. Ég sé hinsvegar ekki tilganginn með því að hafa þær rangar. Ég skora á samgönguráðherra að koma þeim málum í lag svo taka megi mið af réttum tölum um þær fórnir sem við erum að færa á vegum. Þannig verður hægt að bregðast réttar við en þegar unnið er með rangar tölur.
Yfir 1.200 manns slösuðust í umferðaróhöppum í Reykjavík í fyrra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er þetta ekki bara ein leiðin hjá umferðarstofu til að halda uppi áróðri um bætta umferðarmenningu? Enn ef þeir vilja halda sig við þessar tölur þá sjáum við að allur áróður þeirra og allir peningarnir sem fara í að bæta umferðarmenninguna og fækka slysum er hreint út sagt ekki að skila sér.
Það er ekki nóg að vinna sér inn fleiri, fleiri viðurkenningar fyrir t.d bestu auglýsingarnar ár eftir ár ef þær skila svo engu.
Lúther
S. Lúther Gestsson, 18.7.2007 kl. 01:06
Enn og aftur gárast yfirborðið hjá þeim niðri á Umferðarstofu. Við sem að viljum og þráum bætta umferðarmenningu eigum að trúa og lifa í þeirri blekkingu að þar sé að nást árángur, á meðan að staðreyndin er að ekkert af viti virðist hafa gerst þarna í allan þann líftíma sem að Umferðarstofa (og Umferðarráð þar á undan) hafa verið til.
Þótt að þessi stofnun hafi tekið einhverjum breytingum, þá er það langt frá því að vera ásættanlegur árangur sem að hún skilar! Ef að fólk skilar svona árangri í einkageiranum er það einfaldlega rekið!
Áddni, 21.7.2007 kl. 00:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.