Voru beltin spennt?
26.8.2007 | 20:48
Ef ég neita að spenna beltin í flugvél þá er mér hent út!! Þegar ég ferðast með rútu þá er ekki einu sinni hvatt til þess að spenna beltin.
Hvað haldið þið að þetta slys kosti okkur? Hefðu beltin dregið úr þeim kostnaði?
Tek það fram að ég geri ráð fyrir að fáir ef þá nokkur hafi verið með beltin spennt.
ps. eru belti í strætó nú þegar það er frítt fyrir unga fólkið?
Sjúkraflutningum vegna rútuslyss að ljúka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Engin belti eru í strætó.
Hörður (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 20:54
ég hef ekki séð í fréttum hvort belti voru spennt, en held að engin slys hefðu orðið ef allir hefðu verið með belti.
Hallgrímur Óli Helgason, 26.8.2007 kl. 21:07
Er víst að það hafi verið belti í þessum aldna rútubíl? Amk. eru engin lög sem segja til um að það þurfi að vera belti í þessum bíl nema þá í fremstu sætunum eða í þeim sætum þar sem ekkert sæti er fyrir framan. En séu belti til staðar þá á að nota þau skv. lögum.
Hlynur (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 22:04
Það er a.m.k. nokkuð öruggt að farþeginn sem gerði gat á framrúðuna notaði ekki bílbelti sem þó hlýtur að hafa verið til staðar.
Held mér sé óhætt að fullyrða að í yfirgnæfandi meirihluta rútubílaflotans eru öryggisbelti í öllum sætum. Í eldri bílum eru yfirleitt tveggja punkta belti (betra en ekkert og oft eina leiðin til að koma beltum fyrir eftirá) en í nýjustu bílunum eru yfirleitt þriggja punkta belti. Hafa verður í huga að sætin þurfa að vera hönnuð fyrir þriggja punkta belti til að þau séu raunhæfur kostur.
Þeir hópar farþega sem (að mínu viti) nota helst beltin í rútubílum eru:
1. Leikskólabörn og yngri grunnskólanemar (passa það sjálf).
2. Eldri borgarar (passa það sjálfir).
3. Unglingar, t.d. í íþróttaferðum (þegar fararstjórar minna þau á).
4. Sumir erlendir ferðamenn (þ.e.a.s. ef leiðsögumaðurinn segir þeim á fyrsta degi að það eigi alltaf að spenna beltin).
Það má leiða að því líkur að þessir hópar séu oftar en ekki í tiltölulega "öruggum höndum" reyndra bílstjóra þótt vissulega séu undantekningar á því.
Að sama skapi leyfi ég mér að varpa því fram að hugsanlega séu þeir hópar farþega sem síður nota bílbelti a.m.k. í einhverjum tilfellum í meiri hættu en aðrir, þar sem krafan um að komast sem hraðast frá A til B er háværari (raunveruleg eða ímynduð í huga bílstjórans) en öruggari akstur.
Í sumum rútum eru merki sem hvetja farþega til að spenna beltin og það kemur fyrir að bílstjórar minna farþega á að nota beltin. Hins vegar þykir engum þurfa að taka fram lengur að ekki megi reykja í rútum og það ætti ekki að þurfa að minna farþega á að auka eigin öryggi með því að spenna beltin. A.m.k. þarf ekki að minna leikskólabörn á slíkt...
TJ (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 11:33
Ég er ekki viss um að skólabörn í Mosfellsbæ geti spennt beltin í skólabílunum þar. Það eru nefnilega ekki sæti fyrir alla farþegana þegar mest er að gera.
Sennilega er það víðar þannig að öryggismál í umferð eru oft orðin ein hjá stjórnmálamönnum.
Birgir Þór Bragason, 27.8.2007 kl. 11:51
Ég þekki ekki til í Mosfellsbæ en er það hugsanlega talið ásættanlegt (miðað við innanbæjarleið?) að ekki séu sæti fyrir alla, líkt og í strætó? Að sjálfsögðu er betra að allir geti setið með beltin spennt.
Þar sem ég þekki til veit ég samt að eftir því sem börnin eldast því tregari eru þau til að nota beltin, rétt eins og reiðhjólahjálmana (það er bara ekki nógu "flott"...). Við sem eldri erum þurfum þess vegna að sýna gott fordæmi (eins og sést og ég veit að þú gerir).
TJ (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 12:06
Nú þekki ég ekki nákvæmlega hversu mikið þetta fólk slasaðist, en ég er nokkuð viss um það samt miðað við umfjöllunina að þetta slys getur mjög auðveldlega átt eftir að kosta íslenskt samfélag nokkra milljónatugi og meira að segja ef að allir þeir sem slösuðust eitthvað myndu sækja sinn rétt á slysabótum o.s.frv. þá getur þetta slys auðveldlega kostað á annaðhundruð milljónir??
En þar sem þetta voru held ég allt útlendingar frá austur evrópu þá er ég ekki svo viss um að þeir þekki nógu vel rétt sinn í svona málum og þar af leiðandi er jafnvel frekar ólíklegt að þeir hafi kunnátu og bolmagn í langa eftirmála. Þeir eru jú bara flestir í nokkra mánuði á Íslandi að vinna í senn.
Varðandi rútuna og bilun í bremsubúnaði þá er ég nánast pottþéttur á því að bílstjórinn hefur ofhitað bremsurnar illa ofar í brekkunni sem varð til þess að hann missti allar bremsur? Kannski hefur hann farið full hratt ofar í brekkunni og notað bremsurnar of mikið í stað niðurgírunar? Ég efast stórlega um það að bremsurnar hafi verið í einhverju alvarlegu ólagi þarna. Þú þekkir það sjálfur Biggi hvað það er auðvelt mál að glata öllum bremsum með því að ofhita þær.
Kveðja, Guðni
gudni.is, 29.8.2007 kl. 12:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.