Fá þeir samt að keppa?
13.9.2007 | 16:00
Ber að skilja þetta svo að þeir geti keppt áfram á bílunum óbreyttum, ökumennirnir það er að segja, í keppni ökumanna?
McLaren sagt útilokað frá keppni 2007 og 2008 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
svo virðist vera
Lalli (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 16:14
Fáránlegt samt að þeir skuli samt fá að keppa eins og ekkert hafi gerst s.s. okumennirnir, auðvitað ætti að taka af þeim stigin... þeir eru jú búnir að "græða" á þessum upplýsingum eins og Mclaren.
Eyþór (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 16:28
Þeir munu geta keppt jhá, en fá ekki stig í keppni bílsmiða. Það verður að takast fram að niðurstaða FIA hefur ekki fengist staðfest, var t.d. í þessu að reyna að fá það fram hjá fulltrúum FIA hér í blaðamannamiðstöðinni í Spa-Francorchamps. Enginn veit neitt og það varð upnám þegar fréttin spurðist frá París. Ég tek eftir að autosport.com hefur kippt sinni frétt til baka.
Þess vegna verður að setja fyrirvara við þessa frétt akkúrat núna, hann er tvítekinn í fréttinni. Í raun vonar maður að þetta sé eitthvað úr lausu lofti gripið og niðurstaðan ekki svona grimmileg. Verði sekt sönnuð á McLaren er þó líklega eðlilegt að liðið sæti refsingu.
Ágúst Ásgeirsson, 13.9.2007 kl. 16:30
Finnst undarlegt ef ökumenn sleppa, þeir eru hluti af liðinu ekki satt. Þetta er ekki þeim að kenna en staðan væri önnur ef bíllinn væri löglegur. En svo kannski er hann það.
Gulli (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.