Meira vit í þessu en orðum forseta Íslands nú nýlega.

Ég er á því að yfirbyggðir hjólastígar geti gert gæfu muninn hvað það varðar að gera þetta að raunhæfum valkosti á Íslandi. Gler er orðið það sterkt að yfirbyggingin væri sjálfbær :) (ekki þarf burðarvirki til að halda glerinu). Ég geri mér grein fyrir að þetta er kannski framúrstefnulegt en þannig eru hugmyndir líka oft. Gaman væri að sjá hvað hver slíkur kílómetri kostar. Ég læt það örðum eftir að finna það út :) Á slíkum hjólastíg gætir þú auðveldlega haldið 24 km/kls. hraða hvernig sem viðrar.

mbl.is Samþykkt að vinna hjólreiðaáætlun fyrir Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kári Harðarson

Það má líta á glerrör fyrir hjólafólk einhvern tímann en ég held að fyrr verði göngin út í Vestmannaeyjar kláruð.

Ég hef aldrei skilið, að á myndinni ertu með hjólahjálm en svo skrifar þú bara um bílasport.  Með hverjum heldurðu ? 

 Kveðja, Kári

Kári Harðarson, 18.9.2007 kl. 20:41

2 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Glott, ég á ekki bíl og hef ekki átt slíkt farartæki síðan 1988. Ég hjóla til og frá vinnu hér í Danmörku. Þorsteinn það er meðalhraðinn sem skiptir máli. Tuttuguogfjórir á klukkustund er hár meðalhraði í morgunumferðinni, allavega hér. :)

Birgir Þór Bragason, 18.9.2007 kl. 20:51

3 identicon

Er það ekki full mikil bjartsýni að halda að íslendingar komi til með að hjóla sinna erinda að einhverju marki? Það er sláandi þegar maður kemur til Íslands að það er undantekning að sjá manneskju á gangi eða á hjóli í R-vík og yfirleitt er þá um útlendinga að ræða. Og strætó notar engir nema börn, gamalmenni og hálvvitar.

Jón Bragi (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 18:35

4 Smámynd: Signý

Jón Bragi þá væntanlega í síðast nefnda hópnum? "hálFvitar?"  

Signý, 22.9.2007 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband