Ekki orkugjafi
21.9.2007 | 07:48
Vetni er ekki orkugjafi frekar en háspennulínur.
Ýtarleg umfjöllun um íslenskar vetnistilraunir á CNN | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nákvæmlega. Bendi fólki á stórmerkilegar greinar próf.dr. Sigþórs Péturssonar efnafræðings um einmitt þetta efni. Það er einfaldlega sóun á orku að nota rafmagn til að framleiða vetni til að knýja farartæki.
Reginn (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 08:17
End eru menn almennt ekki að leta að nýjum orkugjöfum heldur orkuberum til að flytja þá orku sem framleidd er (á náttúruvænan hátt) í bílana. En það má svo sem leyfa þeim að kalla þetta orkugjafa.
Gunnar Möller (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 08:21
"Vetni er ekki orkugjafi frekar en háspennulínur."
ertu að segja að háspenu línur séu ekki orkugjafi?
rökkstydu það?
Þórarinn Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 17:45
Þarf þess?
Birgir Þór Bragason, 21.9.2007 kl. 18:47
Ættir ekki að þurfa þess
Viktor (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 20:10
Víst er vetni orkugjafi, þó svo að þurfi að framleiða orkugjafann með annarri orku þá breytir það því ekki.
Það er svolítið erfitt að finna orkugjafa ef þessi rök eru notuð. Ekki er vatnsaflsvirkjun orkugjafi því að til að framleiða rafmagnið þar þarf jú vatnsföll. Ekki eru vatnsföll orkugjafi því að til að fá þau þarf sólin að hita yfirborð sjávar og vatnsgufa að stíga til himins og rigna niður á hálendi. Er sólin þá orkugjafi? En er sólin ekki risastór hnöttur af brennandi vetni þar sem brunanum er viðhaldið af kjarnasamruna þar sem vetni er breytt í helíum (Svolítið einfaldað, ég veit).
Hmm, vetni er kannski orkugjafi eftir allt saman.
Jóhann, 22.9.2007 kl. 11:09
Ekki er ekki hægt að búa til orku, aðeins hægt að umbreyta henni yfir á annað form. Háspennulínur eru jú orkugafi, þær hita umhverfi sitt undir álagi, það orkutap (mælt í afli (Wöttum)) sem verður við fluttning raforku yfir línurnar umbreytist í varma. Vetni er orkugjafi, allveg eins og rafmagn. Til að framleiða rafmagn þarf, vindorku, vatnsorku, sólarorku t.d.
Orkan í vetninu er notuð til að búa til hreyfiorku í faratækjum.
Það er nátturulega kannski óþarfi að nota þetta "milliskref" sem vetnið er og nota rafmagn til þess að framleiða hreifiorku beint. Því milliskrefið eykur tapið í kerfinu, því í hvert skipti sem þú færir orku frá einu formi yfir á annað tapast viss hluti orkunar.
Þannig að ef allt er lagt saman, þá er Vetni orkugjafi, eins og flest annað. Að kalla það annað er fáfræði.
Helgi (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 22:30
Það er víst rétt að það er til fáfræði hjá mér Helgi. Auðvita er hægt að kalla hvað sem er orkugjafa. Það er með tilstuðlan þeirrar orku sem við fáum frá sólinni, (þar sem vetnið brennur ekki heldur klofnar vegna gríðarlegs þrýstings. Hluti þeirra einda sem klofan frá öðrum eindum vetnis verða að helium en hluti þeirra þeytast frá sólinni í því sem við sjáum sem ljós og finnum frá því ljósi hitann) auk aðdráttarafls jarðar og annarra reikistjarna, tungls og sólar, sem við getum beislað og/eða nýtt okkur orku sem er bundin í efni. Það er misjafnlega auðvelt að sækja þessa orku, með bruna og þar með þennslu efna, með virkjun fallorku, sem endurnýjast með orku sólar, nú eða með því að splundra atómum, umbreyta eindum þeirra í önnur efni og taka mismuninn okkur til hagsbóta.
Það er hins vegar mismunandi skilningur á orðinu „orkugjafi“ sem hér er að þvælast fyrir okkur. Auðvita er vetni orkugjafi. Vetni er hinsvegar ekki finnanlegt í náttúrunni sem beinn orkugjafi, við þurfum að hjálpa þar til með því að leggja til orku. Því miður er þekking okkar ekki meiri en svo að við töpum um 80% þeirrar orku þegar við ætlum að sækja hana aftur í vetnið. Þannig er vetni varla orkugjafi, eða hvað?
Það er ekki raunhæfur kostur, en sem komið er, að leggja sæstreng til Skotlands og selja þangað raforku. Þar tapast ef ég man rétt aðeins 30%
En ég verð áfram fáfróður, eða þangað til ég er búinn að finna út hvað rafmagn er. :)
Birgir Þór Bragason, 27.9.2007 kl. 04:01
Annars er það rangnefni að kalla þetta vetnisvæðingu eða tala um orkugjafann vetni. VIð erum að nýta okkur vatn, tengingu vetnis og súrefnis og þekkingu okkar til þess að rjúfa þá tengingu. Það vantar þó sorglega mikið á að við getum nýtt okkur tenginu vetnis og súrefnis aftur, eftir tiltölulega auðvelt rofferli.
Við beitum sömu aðferð til þess að rjúfa tengsl áls og súrefnis í álverum landsins og það væri held ég betri kostur að nota ál í stað vetnis ef þess væri nokkur kostur, til þess að sækja aftur þá orku sem við lögðum til við rofið.
Það fylgir því einn mikill ókostur að nota vetnið en við bruna á tveimur lítrum af vetni verða til þrír lítrar af vatni. Í frosti er hætt við að Ártúnsbrekkan verði ísilögð verði vetnið notað. Talsmenn „vetnisvæðingar“ gera þó lítið úr því, en það er samt ótrúlegur vatnsaustur á sólríkum sumardegi að aka á eftir „vetnisstrætó“
Birgir Þór Bragason, 27.9.2007 kl. 04:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.