Klúður á báðum stöðum

Báðar stofnbrautirnar í norður frá Hafnarfirði eru klúður. Reykjanesbrautin með fimm ljósastýrðum gatanmótum frá Kaplakrika að Arnarnesvegi og Hafnarfjarðarvegur með þremur á um það bil kílómetra. Það er umhugsunarefni hvers vegna hægt var að byggja brú til að tengja Ikea og Bykó við umferðina en svo er allt í ljósum annarstaðar með tilheyrandi töfum og SLYSUM.

EN það er líka merkilegt að Lúðvík Geirsson bjóði fram teikningu af klúðurlegasta hringtorgi í heimi - þetta við Kaplakrika með auka inn/út rampi. Þar er verið að búa til svartan blett (flestir vita af þessu en samt er þetta látið óbreytt)

Annars eru þessar tvær stofnbrautir á ábyrgð Vegagerðarinnar, er það ekki?


mbl.is Erum í gíslingu Garðbæinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er alveg sammála og sérstaklega með hringtorgið þarna, það er alveg ónýtt.

Kristín (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 13:53

2 identicon

Gatnagerð á Íslandi er meira og minna á villigötum!

Gulli (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 18:34

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Algjörlega sammála

Einar Bragi Bragason., 5.10.2007 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband