Spurning
6.10.2007 | 07:11
Hvaða mistök gerði Alonso? Þrír keppendur óku hraðar en Alonso og því varð hann fjórði. Hamilton ók hraðar í öllum svæðunum og það gerði Raikkonen einnig. Massa var á sama tíma í fyrsta svæði en ók hraðar í hinum tveimur. Skil ekki „mistökin“ hjá Alonso.
Hamilton á ráspól í Kína en Alonso fjórði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:
Athugasemdir
Að sögn þula þýsku sjónvarpsstöðvarinnar RTL, sem fylgjast með mörgum myndavélum í einu, klúðraði Alonso í beygju á öðru tímatökusvæðinu. Þetta sáu þeir en við ekki þar sem útsendingarmyndin var öll fókuseruð á Hamilton. Á þessu svæði tapaði Alonso rúmum þremur brotum á Hamilton eftir að hafa ekið hraðar en hann á fyrsta svæðinu. Kannski hefur hann ætlað sér um of, það vitum við ekki. Kemur væntanlega allt í ljós.
Akstursmistök ökuþóra eru langoftast í því fólgin að þeir klúðra beygjum með því að sækja of hratt inn í þær, bremsa of seint og renna þá jafnvel útaf ákjósanlegustu aksturslínunni. Þetta er ég reyndar viss um að þú vitir.
Ágúst Ásgeirsson, 6.10.2007 kl. 07:52
:) En Ásgeir, Alonso var 25,3 í fyrsta svæði á meðan Hamilton var 25,1 - Raikkonen 25,2
Alonso ók hægar á öllum svæðum og það er varla hægt að kalla það mistök. Hinir óku einfaldlega hraðar, héldu haus allan tímann, og það er það sem þarf í þessari íþrótt. En ég er viss reyndar viss um að þú vissir það fyrir.
Birgir Þór Bragason, 6.10.2007 kl. 07:57
Hehe... Biggi, ég bara verð að segja það að þú og "reiðileg" skrif þín fær mig oft til að brosa. Þú kallar fyrir það fyrsta hann Ágúst vin okkar "Ásgeir" í bræðiskasti reikna ég með?
Alonso gerði jú bara þau mistök að aka ekki nógu hratt. Ég get alveg trúað því að það sé eins og Ágúst segir hér að ofan að hann hafi hreinlega yfirkeyrt og komið of hratt inn í beygju og farið út fyrir bestu aksturslínuna? Slík mistök eru algeng í þessum bransa eins og þú veist pottþétt Biggi.
Kv // gudni.is
gudni.is, 6.10.2007 kl. 09:54
Hvað bull er þetta í þér Guðni.is. Ég er ekki reiður og ég tek ekki bræðisköst, heldur ekki bræðikast. Ágúst er ekki vinur minn, ég þekki manninn ekki, en biðst afsökunar á að hafa nefnt hann Ásgeir. Ég geri ráð fyrir að hann fyrirgefi mér það enda áhöld hvort nafnið er fallegra.
Nú er ég ekki alveg sammála að þeir sem ná betri árangri en aðrir geri það eingöngu af því að hinir gera mistök. Það væri þá í knattspyrnunni þannig að mörkin væru aldrei skrifuð á góðan sóknaleik heldur alltaf á varnarmistök.
Annars eru mistökin í formúlunni oft þannig að menn fara of innarlega (bara einni tommu), fá þá höggið sem losar hjólin örlítið lengur en hraðinn býður upp á.
Birgir Þór Bragason, 6.10.2007 kl. 10:12
ps. Annars eru Daníel og Ásta í 14. sæti eftir fyrstu sérleið í rallinu í Yorkshire. Það er góður árangur.
Birgir Þór Bragason, 6.10.2007 kl. 10:15
Já þetta er alveg snilldarlega góður árangur hjá þeim Danna og Ástu. Þau náðu 13. besta tíma á leið 2 og var rétt að klára nr. 15 á 3ju leið. og er nú í 15. sæti owerall.
Ertu ekki að skoða þetta LIVE hérna?
gudni.is, 6.10.2007 kl. 11:28
Æjjjji Biggi minn,,, þú ert nú alveg frábær persónuleiki..!! Ég virðist alltaf eiga mjög auðvelt með að æsa þig upp, út af nánast engu. Ég hef áralanga reynslu í því að æsa þig upp alveg frá lokum síðustu aldar.
Mér finnst eiginlega bara fyndið hvað þú tekur þessu illa hérna. Ég er nú bara þannig gerður eins og þú átt að vita og ég tala oftast hreint út og segi bara það sem mér finnst um hlutina hvort sem það móðgar, særir eða misbíður mönnum eða ekki?
Ég tek skýrt fram að ég er mjög oft hrifinn af skrifum þínum og áróðri gagnvart ýmsum málum, t.d. umferðaröryggi og slysarannsóknir. En hinsvegar finnst mér þú líka stundum hlaupa svolítið hressilega á þig (að mínu mati) og skrifa hluti þar sem mér finnst reiði, heift eða jafnvel persónulegt hatur skín í gegn á milli línanna..?
Ég persónulega stroka t.d. menn ekki út af bloggvinalistanum mínum ef að mér líkar ekki það sem þeir skrifa eða er þeim ósammála? Þú virðist hinsvegar gera slíkt? Þú henntir mér a.m.k. út af þínum bloggvinalista. Ég veit svo sem ekkert alveg fyrir víst hver ástæðan var? En ég tel samt mjög líklegt að það hafirðu gert af því að þú reiddist mér fyrir það að ég kallaði FIA "Mafíu" á bloggi mínu...? En hvað veit ég svo sem...?
Þú hefur margoft farið í mislangar fýlur út í mig á sl. 10 árum. Mig langar ekki að fara að velta mér upp úr einhverju slíku nú. Ég erfi ekkert slíkt við þig í dag og þó að þú hafir kannski gert eitthvað á minn hlut eða verið dónalegur og æstur þá er ég ekki langrækinn með slíkt.
Biggi,, mér þykir vænt um þig. Eigðu góðann dag !!
Kærleikskveðja // Guðni Þorbjörnsson
gudni.is, 6.10.2007 kl. 12:15
Vá, ég á ekki orð. Þvílíkt bull.
Birgir Þór Bragason, 6.10.2007 kl. 12:22
Segðu mér hvað þér finnst svona mikið bull í þessu? Þú veist að þetta eru staðreyndir sem ég nefni með gamlar fýlur og ágreining sem hefur orðið okkar á milli. Leiðréttu mig ef ég er ekki að fara með rétt mál?
Það var ekki og er alls ekki ætlun mín hérna að vera með leiðindi í þinn garð. Ég bara sagði hreint mína skoðun á sumum þessara skrifa þinna. Mér fannst þetta bara smá broslegt og ég hélt að þú gætir tekið við hreinskilnum kommentum og bara brosað sjálfur.
Biggi, ég gæti líka skrifað margar blaðsíður hérna um alla þá góðu reynslu sem ég hef haft af fyrri samskiptum okkar, samstarfi og samvinnu. Ég er mjög stoltur af mörgum þínum verkum.
Hvar væri t.d. BÍKR klúbburinn í dag ef að þú, ég og Baldur hefðum ekki endurreist klúbbinn á sínum tíma 2000 að þínu frumkvæði? Klúbburinn væri annars ekki til.
gudni.is, 6.10.2007 kl. 12:48
Þú bætir bara í bullið. Stoppaðu núna.
Birgir Þór Bragason, 6.10.2007 kl. 22:03
Ég bara næ því ekki hvað er "bullið" í þessum skrifum mínum??? Ertu að kenna mér um að ég sé að segja ósatt?? Eða??
Þetta eru bara mínar skoðanir. Þú mátt að sjálfsögðu vera ósammála mér og svara þá með rökum. Ég var ekki með neina ókurteisi eða skítkast en mér hefur greinilega tekist að móðga þig??
Þú ert spes Birgir Þór. Ég skal ekki "ónáða" þig meira með þetta.
Kveðja // Guðni
gudni.is, 7.10.2007 kl. 21:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.