Gott og vel

Þetta eru ríflega 20 á dag. Ef lögreglan hefði ekki verið kölluð til aðstoðar í þessum tilfellum, þá hefði hin opinbera tala um fjölda umferðaróhappa verið sem nemur þessari tölu, LÆGRI. Það er nú svo að aðeins þau óhöpp sem rata inn á lögregluskýrslur eru opinberlega skráð sem umferðaróhöpp. Það má semsagt fækka umferðaróhöppum um 20 á dag einfaldlega með því að hætta að skrá þau. Auðvita á það sem hér er skrifað ekkert skylt með því sem verið er að tala um í fréttinni, en ég varð nú samt að koma þessu að. Sem dæmi um opinberar tölur og raunveruleikann má skoða árið 2003. Í gögnum hins opinbera slösuðust eða létust í umferðinni 1.244. Í raunveruleikanum slösuðust 2933 og þar af hlutu 613 varanlega örorku. Sjá hér
mbl.is Sjö þúsund óþörf útköll lögreglunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Svavarsson

Það sama gerist efLögreglan hættir að eltast við Fíkefnaseljendur ef þeir hætta að eltast við þá, þá fækkar slíkum málum, eins ef þeir hætta að liggja út á vegum með radarinn þá fækkar hraðasektum og umferðin verður strax mun menningarlegri.???

Jón Svavarsson, 16.10.2007 kl. 10:53

2 identicon

Ég held að þetta sé af því að fólk treystir ekki tryggingafélögunum. Það vill hafa lögregluskýrslu um málið því að þá eru minni líkur á að viðkomandi tryggingafélag gæti ekki hagsmuna viðskiptavinarins. Það kemur því miður fyrir. Ég veit um tvö dæmi þar sem synir stjórnenda hjá tryggingafélögum lentu í óhappi í órétti en voru dæmdir í rétti. Það hefur nokkrum sinnum verið keyrt aftan á bílinn hjá mér og ég hringi ALLTAF í lögregluna. Mér dettur ekki í hug að fylla út einhverja pappíra með einhverjum sem gæti orðið mótherji í sakamáli síðar.

Einar (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 13:40

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Hvað er óþarfa útkall er það þegar að varðstjórarnir fá ekki skýrsluna sína svo þeir líti vel út í exelskjali Ríkislögreglustjóra.......það snýst allt um að skila skýrslum.....ekki að hjálpa borgaranum.

Einar Bragi Bragason., 16.10.2007 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband