Skýrt er kveðið á um það í keppnisreglum...
19.10.2007 | 17:18
...en hver eru viðurlögin? Það eru væntanlega ekki áhöld um það, bara hvort þeir brutu af sér eða ekki. Hvað segja reglurnar um viðurlögin?
Hamilton talinn hafa brotið dekkjareglur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Akkúrat!
Þeir eru mjög góðir í að segja að menn hafi brotið reglur en svo er eins og ákvörðun refsinga sé bara geðþóttaákvörðun dómaranna hverju sinni. Ekki má svo gleyma að skipt er um dómara og ekki alltaf sömu dómararnir, eftir hverju fara þeir þá?
Allt svona á að sjálfsögðu að vera kristal skýrt, ég meina ... ef þú gerir þetta = þessi refsing.
Kveðja
Eðvarð Þór Gíslason (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 17:42
Þeir brutu reglurnar, um það var ekki deilt. Refsiramminn er nú yfirleitt frekar óljós og tilviljanakenndar niðurstöður, virðist manni oft. Að þessu sinni er liðunum kennt um, þau sektuð en ökuþórarnir sleppa. Getur verið að staðan í keppninni um heimsmeistaratitil ökuþóra hafi þar eitthvað haft að segja?
Þær framfarir hafa átt sér stað, að nú er einn þriggja dómaranna alltaf sá sami, á öllum mótum ársins, en með því var ætlunin að tryggja meiri samfellu í ákvörðunum, sérstaklega hvað viðurlög varðar.
Ágúst Ásgeirsson, 19.10.2007 kl. 21:36
....ohhhhh. Ég vona að Hamilton taki þetta.
GK, 20.10.2007 kl. 14:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.