Og hvernig er hægt að nýta þessa þekkingu?

Og hvað er að konum sem aka hratt? Hvað er dæmigert karlaumhverfi? Er orðið skegg „karlmannlegt“? Einna helst dettur manni í hug þegar maður sér þetta að það eru fleiri en einstaka íslenskir sálfræðingar sem eru smá klikk í kollinum.
mbl.is Hraði er karlmennskutákn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er t.d. hægt að nýta þessa þekkingu til að búa til auglýsingar þar sem gefið er í skin að fallegum stúlkum þyki menn lítið karlmannlegir sem aka hratt eða illa.

Ég held að Ástralir eða Nýsjálendingar séu búnir að búa til þannig auglýsingar sem miða að því að draga úr glæfraakstri ungra manna.

Fransman (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 08:45

2 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Á Íslandi hefur dregið verulega úr slysum nýliða. Það er talin árangur af betri undirbúningi. Æfingaakstur sem tekinn var upp á Íslandi fyrir nokkrum árum er sem sagt talin hafa skilað góðum árangri. Það sem ég les úr því er að því meir fræðsla og því meiri kennsla því betri árangur í baráttunni við slysin. Því miður hefur ekki dregið úr umferðaróhöppum síðast liðin 12 ár þegar á heildina er litið, þvert á móti. Óhöppum fjölgar mun meira en gildum ökuréttindum, mun meira en fjölgun bíla og mun meira en aukning á innfluttningi eldsneytis. Þetta gerist þrátt fyrir herferð eftir herferð Umferðarstofu þar sem athyglinni er beint að ungum ökumönnum og hraða. Er ekki umræðan um orsök umferðarslysa á villigötum? Það er rétt að því meiri hraði þegar óhapp verður því meiri eru áverkar á fólki. En er hraðinn orsök óhappanna?

ps. ég trúi ekki á árangur ef beita á niðurlægjandi áróðri á annað kynið.

Birgir Þór Bragason, 30.10.2007 kl. 08:57

3 identicon

Vandamálið við þessar herferðir umferðastofu er að þær ganga allar út á að sannfæra fólk um að "hraðakstur sé áhættuhegðun".   Ekki beinlínis það sem þú ættir að vera að segja fólki sem sækir í áhættu.

Annað sem ég hef tekið eftir er að það er alltaf einhver áróður í gangi gegn hraðakstri og dauðsföllum fjölgar stundum en fækkar þess á milli.

Þegar þeim fækkar þá er engin skortur á fólki sem bendir á það sem það hefur gert í þeim tilgangi að draga úr hraðakstri, en þegar óhöppum fjölgar þá þegja allir þunnu hljóði.

Síðan hafa bæði bílar og vegir batnað mikið seinustu áratugina og það á örugglega stórann þátt í því að draga úr slysum. 

Fransman (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 09:09

4 identicon

Væri ekki hugmynd ad sýna hradafíklunum fram á (á sannfærandi hátt) hvada afleidingar framferdid hefur?

Til dæmis med thví ad leyfa theim ad aka einhverri druslu á vegg, t.d. med 30km hrada med hjálm á kollinum og belti um øxl.  Their sem upplifa thess konar høgg, komast ekki hjá thví ad hugsa: "Hvad ef ég hefdi verid á 90km eda 130km...."

Ønnur leid væri hreinlega ad hækka bílprófsaldurinn thar til fólk hefur throska til thess ad takast á vid verkefnid.  Eda stendur thad einhvers stadar skrifad ad bílpróf innan løgaldurs séu ófrávíkjanleg mannréttindi?

(Afsakid stafsetninguna, skrifa á danskt lyklabord)

Birgir Birgisson, Danmørku 

Birgir Birgisson (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 12:57

5 Smámynd: gudni.is

Það er að ýmsu að hyggja í þessum efnum.

Æfingaaksturskerfið er frábært og ég tel að það sé að skila talsverðum árangri. Ég tel að því fyrr sem krakkar og unglingar byrja að æfa sig í akstri þeim mun betri og öruggari ökumenn verði þeir.

Þú segir Biggi að það sé búið að vera í gangi í "nokkur" ár. Tíminn líður hratt og þetta kerfi er búið að vera í gangi í rúmlega 13 ár hérlendis... Það varð að lögum 1. júní 1994. Ég man það mjög vel því að ég sjálfur var einn af þeim allra fyrstu aðilum sem fengu úthlutað svona æfingaakstursleyfi þarna í byrjun júní 1994. Ég notaði þetta æfingaleyfi gríðarlega mikið í tvo og hálfann mánuð þar til ég fékk bílprófið þann 18. ágúst 1994. Ég ók á hverjum einasta degi í vinnuna og svo heim aftur með pabba mér við hlið.

Innan við mánuði síðar tók ég svo þátt í minni fyrstu akstursíþróttakeppni á bíl (Rallýkrossi). Ég hafði reyndar áður keppt lítillega í fjallaralli og snjókrossi á vélsleðum 15 ára gamall.

Ég tel mig hafa verið mjög heppinn að hafa byrjað mjög ungur að aka ökutækjum og er sannfærður að það skilaði því að ég var nokkuð þroskaður og öruggur ökumaður þegar ég fékk bílpróf 17 ára gamall. Ég ók árum saman tjónlaus í umferðinni eftir að ég fékk bílpróf.

Hérna er æfingar og akstursferillinn minn í nokkrum orðum áður en ég varð 17 ára gamall:

  • Ég byrjaði að aka jeppanum hanns pabba 10 ára gamall á Skeiðarársandi og víðar í óbyggðum undir eftirliti að sjálfsögðu. Pabbi er ennþá að tala um það þegar mér tókst 10 ára að eyða 150 lítrum af bensíni á einum degi með því að aka jeppanum í hringi í kringum hóla á Skeiðarársandi...
  • 10 ára gamall ók ég einnig mjög öflugum vélsleðum í fyrsta sinn (árið 1987) í Landmannalaugum.
  • 13 ára fór ég svo að ferðast mikið akandi sjálfur á vélsleðum um hálendi Íslands með pabba mínum og fleirum og öðlaðist mjög fljótt gríðarlega mikla reynslu (og reyndar fíldirfsku á köflum líka).
  • 13 og 14 ára ók ég vélsleðanum hanns pabba endalaust mikið innanbæjar í Mosfellsbæ og í útjaðri byggðar þar með misjafnlega miklum skilningi lögreglunar (sem þó sýndi þessu oftast skilning).
  • 13 ára keypti ég mér líka mitt fyrsta vélhjól sem ég notaði alveg fáránlega mikið og án stórskakkafalla. Frá 13-17 ára aldri djöflaðist ég endalaust mikið á torfærumótorhjólum og á fjórhjólum (1990-1994).
  • 15 ára sumarið 1992 öðlaðist ég ökuréttindi til að aka léttum bifhjólum, þungum torfærumótorhjólum, fjórhjólum og 150 hestafla snjósleðum. 
  • Árið 1992, rétt nýorðinn 15 ára gamall þá keypti ég mér sjálfur minn fyrsta eigin vélsleða sem að var í raun splunkunýr. Hann var 2ja ára gamall eftirárssleði og var algjörlega ónotaður. Þetta var talsvert erfið fjárfesting fyrir 15 ára gamlann ungling og kostaði blóð, svita og tár á þeim tíma, en gekk upp með smá hjálp frá pabba.
  • Þessum vélsleða mínum ók ég ebdalaust mikið nánast upp á hvern einasta dag veturna 1992-1993 og 1993-1994 sem voru mjög snjóþungir. Þar halaði ég inn um það bil 10.000 km. af akstursreynslu sem kom mér til góða síðar.

Ég slasaði mig aldrei alvarlega á öllu þessu brasi mínu á unga árum. 

17 ára gamall fékk ég svo bílprófið eftir að hafa verið með æfingaakstursleyfið í 2,5 mánuði. Eftir það fékk ég mína hraðakstursútrás árum saman í rallýkrosskeppnum, í rallakstri og í fleirum akstursíþróttum. 19 ára varð ég norðdekkmeistari í rallakstri sem aðstoðarökumaður, o.fl. o.fl.

Svona pakki finnst mér persónulega vera mun vænlegri til árangurs í að framleiða góða og örugga ökumenn frekar heldur en að ætla að hækka bílprófsaldurinn sem er gjörsamlega fáránlegt!! Það er mikið betra að byrja að þjálfa börn og unglinga á viðeigandi tækjum á lokuðum brautum frá unga aldri. Það virkar!!

Kveðja // Guðni Þorbjörnsson

gudni.is, 30.10.2007 kl. 17:01

6 identicon

"Ønnur leid væri hreinlega ad hækka bílprófsaldurinn thar til fólk hefur throska til thess ad takast á vid verkefnid. Eda stendur thad einhvers stadar skrifad ad bílpróf innan løgaldurs séu ófrávíkjanleg mannréttindi?"

Það eina sem næðist fram með því eru færri slys árið sem lögin tækju gildi og síðan færi allt í sama veg og áður.

Sérðu í alvöru mun á 17- og 18ára einstakling? Þetta er ekkert nema blekking sem margt fólk virðist trúa. Ef það eru til tölur sem sýna að 18ára ökumenn standi sig betur í umferðini en 17ára er það einungis reynslu þeirra að þakka en ekki að þeir séu 12mánuðum eldri. Óreyndur ökumaður er alltaf í áhættuhóp sama hversu gamall hann er.

Ég tel að leiðin til að móta góðann ökumann sé með reynslu. Kenna honum að bregðast við, keyra samkvæmt aðstæðum, finna mörk bílsins og sín eigin mörk. Ökugerði væri mjög góð hugmynd. Sviðsetja aðstæður þar sem ökumaðurinn þarf að læra að bregðast rétt við mismunandi aðstæðum. Það þarf í raun bara að efla ökukennsluna á íslandi í alla staði. Mér var t.d. aldrei kennt að aka í snjó hálku eða möl.

Hræðsluáróður eða niðurlæging ákveðnra hópa ná ekki til unga fólksins. US hefur búið til svona steríótýpu af ökuníðingi í fjölmiðlum. Hann ekur um á Imprezu, hlustar á FM, er með gel í hárinu og er 17ára.

Leiðir eins og að gera sektir fáranlega háar og að taka bílana af afbrotamönnum þjóna ekki hagsmunum almennings í umferðinni. Fólk þarf að sætta sig við þá staðreynd að líkurnar á því að ökumenn reyni að stinga lögregluna af þegar þeir hafa brotið af sér hafa stóraukist. Er það rétt þróun?

Rúnar Ingi (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 23:48

7 identicon

Við þessa umræðu get ég nú varla orða bundist. Umferðaröryggi er ekki eitthvað sem dettur af himnum ofan með misgáfulegum lagasetningum, ég held til dæmis að það raski rosalega lítið ró þeirra sem aka um á manndrápshraða innanbæjar sem utan að vikmörk leyfilegs hámarkshraða hafi verið lækkuð niður í 5km á klst í stað 10 áður, það segir sig sjálft að einstaklingur sem keyrir á 160km á klst hefur litlar áhyggjur af slíku, það eina sem þetta gerði er að nú er fólk frekar upptekið af því að fylgjast með hraðamælinum þar sem augun á okkur eru ekki það nákvæm að þau þekki nákvæmlega muninn á 90 og 99 km hraða á klst, sér í lagi ef sú breyting gerist hægt eins og oft er.

Þegar ég var nýkominn í umferðina (hafði verið með ökuskýrteinið í 3 ár) þá hafði ég lent í því í þrígang að ekið hafði verið á bíl sem ég var undir stýri á, í öll skiptin hafði ráðandi áhrif á hvað gerðist að tjónvaldur í þau skipti voru ekki að fylgjast með því sem var að gerast í kringum sig heldur einhverju allt öðru.

  1. Var 4 bíla árekstur þar sem tjónvaldurinn sá ekki að það voru ca 20 bílar stopp fyrir framan hana á rauðu ljósi á Miklubrautinni.
  2. Gerðist þegar ég var að aka niður Frakkastíg og ökumaður sem kom eftir Njálsgötunni gerði sér ekki grein fyrir því hvað reglan um varúð frá hægri þýðir og þrætti m. a. s. eftir að lögreglan kom á staðinn fyrir að hann hefði átt að víkja. N.b. sá ökumaður hefði átt að hafa talsvert meiri reynslu af akstri en ég á þeim tíma.
  3. Ekið var í vinstri hlið bílsins sem ég ók þó ég hefði reynt að sveigja fram hjá þar sem ég sá að hinn ökumaðurinn var að horfa í búðarglugga út um hliðar rúðu frekar en að fylgjast með því hvað væri að gerast í kringum bílinn.

Annað atriði sem skiptir mjög miklu máli er rétt hönnun umferðarmannvirkja. Það virðist vera í tísku undan farin ár að hanna umferðarmannvirki sem ekki hjálpa ökumönnum að forðast slys. Fyrir ca. 15 árum fóru tryggingafélög í BNA að rannsaka hvað það væri sem ylli því að 10 slysahæstu gatnamót í BNA væru þau slysahæstu svo um munaði. Þeir komust að þeirri áhugaverðu niðurstöðu að örsök slysa á þessum gatnamótum mátti í yfirgnæfandi meirihluta tilfella rekja til þess að umferðamerkingar, svo sem götuvitar og boðmerki, voru illa staðsett, það er ekki var hægt að fylgjast með samtímis umferð fyrir framan ökutæki, svo sem gangandi og önnur ökutæki, og umferðarmerkingum. Með öðrum orðum umferðamerkingar og umferðarljós voru ekki í sjónlínu ökumanns við hefðbundin akstur. Tryggingafélögin sem stóðu að rannsókninni enduðu á því að gera breytingarnar á eigin kostnað, því ríkin og sveitarfélögin voru ekki tilbúin að leggja í hann, þar sem kostnaðurinn við lagfæringarnar var lægri heldur en kostnaðurinn við að greiða út slysin á þessum gatnamótum, (sá þessa frétt í 60 mínútum fyrir afar mörgum árum síðan).

Ef við skoðum mörg nýleg umferðarmannvirki þá virðist þetta vera dáldið í tísku hér á landi. Flest ef ekki öll ný hringtorg sem ég hef séð eru með hólum eða einhverju öðru sem birgir sýn og kemur þannig í veg fyrir að ökumenn sjái hvort það er annað ökutæki að koma umhverfis torgið. Umferðarljós á brúm svo sem brúnni á Breiðholltsbraut eru þannig staðsett, þar sem ekið er frá Reykjanesbraut inn á Nýbýlaveg eða Breiðholltsbraut og eins frá Breiðholltsbraut norður Reykjanesbraut að ökumaður þarf að setja sig í afkáralegar stellingar til að fylgjast með ljósinu sé hann á stöðvunarlínu og getur þar með ekki fylgst með umferðinni til að vita hvort það sé í raun í lagi að taka af stað þegar kemur grænt ljós.

Reynsla og fræðsla ökumanna skiptir höfuðmáli þar af leiðandi er æfingaleyfið klárlega ein af betri hugmyndum sem framkvæmdar hafa verið á Íslandi í þágu umferðaröryggis. Hugmyndir um það að hækka bílprófsaldurinn eru alger vitleysa að mínu mati, því þó svo að fólk öðlist meiri lífsreynslu og þroska með auknum aldri þá er ég ekki viss um að það skili sér í betri ökumönnum því þeir hafa eftir sem áður takmarkaða reynslu af umferðinni, þegar menn tala um að hækka bílprófsaldurinn eru menn þá að hugsa um að hækka hann í 25 ár? Það er jú víst ökumenn á aldrinum 17-25 sem eru hættulegastir og ef lífsreynslan og þroskinn eru aðalatriðin í því er þá ekki "eðlilegast" að færa þetta svo langt upp? Ég held ekki.

Enn eitt atriði sem getur aukið umferðaröryggi er fjöldi lifandi lögreglubíla í umferðinni daglega. Nú hef ég engar tölur um þetta en bara þá tilfinningu sem ég hef af því að vera í umferðinni. En mér virðist sem ekki hafi orðið smabærileg aukning á lögreglubílum í umferðinni til jafns við þá aukningu sem orðið hefur í bílaeign landsmanna. Þegar ég var nýkominn með ökuréttindi þá man ég ekki betur en að nánast í hvert skipti sem ég var að ferðast eitthvað innanbæjar þá hafi ég rekist á lögreglubíl einhverstaðar á leiðinni, í dag þá er ég ekki viss um að ég geti fullyrt að ég sjái einn lögreglubíl á dag. Í stað lögreglumanna, sem eru dýrir í rekstri, þrátt fyrir sennilega lág laun, þá eru keyptar myndavélar sem eru ódýrari til lengri tíma litið í innkaupum og rekstri, til innheimtu umferðasekta, svona löggæslu vil ég kalla sektagæslu en ekki löggæslu því ekki er reynt að fyrirbyggja umferðarlagabrot heldur einungis reynt að passa upp á að geta sektað fyrir þau.

Varðandi hraðaksturinn sem slíkan, þá má alþjóða akstursíþróttasambandið nú taka á sig örlitla sök hér, því staðreyndin er jú sú að þessar Impreza WRX bifreiðar sem eru afar vinsælar hjá hraðafíklum eru bein afleiðing ákvörðunar um að í heimsmeistarakeppni í rallý þyrfti bíll að vera fjöldaframleiddur, það er lágmarksframleiðslufjöldi bílanna var hækkaður að því er mig minnir í 20þús eintök. Þessi breyting var jú gerð í nafni öryggis í íþróttinni þar sem keppnisbílar eins og gamli Metro 6R4 voru orðnir full aflmiklir og hraðskreiðir, en til að hægt væri að standa undir kostnaði af að framleiða 20þús eintök þurfti bíllinn jú að vera nægilega ódýr til að hægt væri að selja hann í þetta mörgum eintökum. Gott fyrir rallýið sem íþrótt, en ekki alveg jafn gott fyrir almenna umferð, því með þessu eru keppnistæki komin lítið breytt í hendur almennings sem hefur lítið með þau að gera og ekki reynslu til að aka þeim. Nýjustu eintökin af þessum keppnistækjum eru jú nefnilega farin að nálgast afl og hraða gömlu superbílanna sem þau áttu að leysa af hólmi og orðin draumaeign ungra nýbakaðra ökumanna með ónóga reynslu til að stjórna þeim.

Ég held að þar sem keppnisbílarnir eiga ekki eftir að hverfa þar sem nægur er markaðurinn fyrir þá verða stjórnvöld að grípa til einhverra ráða til að halda þeim frá óreyndustu ökumönnunum, ein leið væri að breyta ökuleyfinu, þannig að einungis þeir sem væru með fullnaðarökuréttindi mættu aka ökutækjum sem væru með vist fá kg á hestafl, halda óbreyttu 2 ára reynsluleyfi, en bæta við 5 ára reynsluleyfi sem tæki við af því þannig að enginn sem ekki hefði haft ökuréttindi í 7 ár eða lengur mætti aka bíl sem væri meira en eitthvað ákveðið aflmikill. Auðvitað þyrfti til að þetta væri framkvæmanlegt að rannsaka afar vel hversu mörg kg þyrftu að vera á hvert hestafl, t.d. þótti mjög magnað þegar ég var að taka ökuleyfið að Citroen AX gti var með 10kg á hestafl en nýjasta eintakið af Impreza WRX STi er 293 hö í bíl sem er rúm 1300 kg en það gerir uþb 4kg á hestafl sem er talsvert minna en nokkur af frönsku líkistunum, eins og AX gti, Renault 5 gti og Peugot 205 gti voru kallaðir höfðu nokkurntíman. Þar sem hefðbundinn fjölskyldubíll er kringum 1200kg og um 110 hö mætti kannski setja mörkin við 10kg á hestafl.

Jæja nú er þetta komment orðið mun lengra en það átti að vera, vona að mér fyrirgefist það.

Kjartan Þór (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband