Magnað
19.11.2007 | 17:06
Beltin bjarga, er einhver í vafa? Það verður þó að spenna þau:)
Sakaði ekki er bíllinn fór tvær eða þrjár veltur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
já birgir þau gera það, nefni það en og aftur upphafsmaður á þessu bloggi hefur verið með GÓÐAN áróður varðandi bílbelti í 26 ár og mun ekki hætta því. hver man ekki eftir þessu orðum úr gömlu bíla þáttunum á ruv "spennum beltin........ alltaf".
en spurningin er líka með þessa veltu, hvernig var færð? skilyrði svo sem var þoka, hálka ( óliklegt en samt)? mig langar líka að benda ökumönnum á 1 smá hlut.
ég var á leið norður um helgina og það ver jú mistur og um 200 metra sjónfæri. við slíkar aðstæður á ekki að gera eftir farandi. keyra með háuljósin á.. það er jafn heimskulegt og að vera fyrir farman vegg og lýsa á hann þú sér ekki baun.
og annað sem aðrir ökumenn ættu að hafa vel í huga og það er að vel stilt ljós gera meira gagn en:
1. há ljós í myrkri
2. þokuljós
3. eineygðir bílar
4. rangeygðir bílar ( það er hægra ljós lýsir vinstri og svo fram vegis)
5. of MÖRG ljós í notkun.
ég er einn af þeim sem keyri sjaldan með háu ljósin á því augun venjast dimmuni betur.
Gísli (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 21:30
jésús já beltin bjarga! vinkonur mínar lenntu nú í veltu á föstudaginn var og þar björguðust allir frá því að vera lífshættulega slasaðir en samkvæmt lögreglu og fréttum slasaðist enginn alvarlega... en annað er nú raunin. Þar björguðu beltin þeim að þær fóru ekki verr
Þóra (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 23:49
hahaahaha hvað heldur þú eiginlega að ég sé gamall? Maður þarf að vera GAMALL til þess að fá orðu! En núverandi forseti mun ekki veita orðu fyrir umferðaröryggi, það máttu bóka. Hann notar til dæmis ekki belti þegar hann er í aftursæti forsetabílsins.
Birgir Þór Bragason, 23.11.2007 kl. 18:38
Sæll Birgir.
Mín athugasemd er nú ekki varðandi þetta subject. Því miður er íslensku mótorsporti ekki gert hátt undir höfði hér á landi, og segir sýningartími RÚV (sem er þó að sýna þetta núna) allt þar um. Þú átt allan heiður skilinn fyrir að hafa haldið því á lofti undanfarin, hva... það eru orðin all mörg ár. Mig minnir að ég hafi verið að kaupa torfæru myndbönd fyrir allavega 15 árum. Kannski er það ekki rétt hjá mér. Hinsvegar þá er mín spurning sú, hvort ekki sé hægt að gefa þetta efni út á DVD. Ég veit ég mundi kaupa það allt saman. Endilega sendu mér svar í email ef þú getur.
kv Hjörtur.
Hjörtur (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 21:44
Þú ert nú smá gamall, er það ekki? :)
Arnar (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 18:04
nauts!!
Hey Hjörtur, það er þetta með póstfangið........
Birgir Þór Bragason, 25.11.2007 kl. 18:49
ég hélt þú mundir sjá póstfangið, það er hjorturs@vortex.is
Hjörtur (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.