Aflmiklir bílar og nýliðar
6.12.2007 | 08:42
Hvaða rugl er það að nýliðar í umferðinni fái að aka svona aflmiklum bíl. Engum í fluginu dettur það í hug að nýliði þar fái F15 orustuþotu til að æfa sig á, með orðunum, farðu varlega!
Ég er fylgjandi lækkun aldurs fyrir ökuleyfi en því verður að fylgja að skel hæfi kjafti. Afl, þyngd og stærð tækis á að takmarka fyrstu árin. Ég þekki einn fjögurra ára sem á rafbíl. Bíllinn hæfir honum og umhverfið sem hann má vera á bílnum, líka. Hann er ekki hættulegur á þessum bíl.
Ég skora á þingmenn að skoða mögulegar breytingar í þessa átt, helst strax.
Sautján ára á 212 kílómetra hraða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég held að það eigi ekki að lækka bílprófsaldur. það á frekar að hækka hann um 1.ár 17 ára börn eiga ekkert með það að keyra bíl.
Þórður Ingi Bjarnason, 6.12.2007 kl. 09:04
Sammála Þórði Inga, það á alls ekki að lækka bílprófsaldurinn. Ég hef reyndar haldið því fram í nokkur ár að drengir eigi ekki að fá bílpróf fyrr en þeir verða 20 ára og stelpur 18 ára. Mun fleiri drengir valda tjónum í umferðinni en stúlkur og tjón þeirra eru í flestum tilfellum alvarlegri en hjá stúlkunum. Svo er það einfaldlega þannig að þroskaferill manna er mismunandi og stúlkur taka á sig ábyrgði mikið fyrr en drengir og hafa því meiri ábyrgðartilfinningu þegar þær setjast undir stýri.
En ég er sammála Birgi þegar kemur að því að takmarka afl þeirra ökutækja sem ungir ökumenn hafa undir höndum. Ég gæti jafnvel fallist á óbreyttan ökuleyfisaldur svo fremi að sett verði skilyrði um afl þeirra ökutækja sem unga fólkið fær í hendur. Einnig mætti hugsa sér að foreldrar þeirra verði látnir sæta ábyrgð á akstri barna sinna fram til þess tíma að ökumennirnir hafi heimild til þess að kaupa í Áfengisverlsun ríkisins, þ.e. 20 ára.
Ingibjörg (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 09:13
Ég er sammál Birgi þ.e.a.s. ökupróf nýliða í umferðinni skulu takmarkast við ákveðinn hestaflafjölda í bílum svo og skulu þessir ökumenn hafa annan lit á númeraplötum á bílum sínum sem mun gera eftirlit aðgengilegra og veitir um leið þessum ökumönnum meira aðhald en nú er fyrir utan það að reyndari ökumenn sjá líka að þer er nýliði á ferð.
Þennan ökumann á að svifta ökuleyfi ævilangt eða ekki skemur en 8 ár og það sem hann átti að hafa lært hjá ökukennaranum og átti að stoppa á milli eyrnana á honum hefur greinilega ekki gert það svo hann skal fara til ökukennara og þreyta ökunámið aftur því hann hefur að mínu mati " Fallið "
Geiri (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 09:28
Ingibjörg, það eru til 16 ár drengir með mikin þroska og mikla ábyrgðartilfinningu. Það eru líka til 19 ára stúlkur sem eru algjörlega ábyrgðarlausar. Alhæfingar í þessa átt leysa ekki vandann. Annars hef ég þær upplýsingar frá tryggingafélagi að enginn munur er á tjónum ungra drengja og ungra stúlkna. Hins vegar eru fleiri drengir eigendur ökutækja en stúlkur.
Ég vil heldur að dóttir mín aki um á bíl með öryggisbeltum, þegar hún verður orðin 15 ára, en á skellinöðru eins og leyfilegt er í dag. Ég vil nýta mér það leyfi sem ég hef, þar til hún verður 18 ára, að fylgjast með akstri hennar. Til þess mun ég nýta mér þá tækni sem nú þegar er til, saga búnaðinn.
Birgir Þór Bragason, 6.12.2007 kl. 09:31
Ég sé alveg hugsunina á bak við þetta, forvarnir þó ég telji þetta samt ekki rétt. Bílstjóri á einfaldlega að vera nægilega ábyrgur til þess að keyra á hæfilegum hraða. Þeir sem gera það ekki á bara að vera refsað.
Gunnar (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 09:44
Ingibjörg, það er engan veginn hægt að alhæfa svona og þar að auki myndi það brjóta í bága við lög ef mismuna ætti kynjunum svona með því að leyfa stúlkum að fá bílpróf 18 ára en strákum 20 ára. Það sem ég tel að þurfi fyrst og fremst að bæta er ökunámið sjálft sem og aðhald og eftirlit með ungum ökumönnum. Þá finnst mér einnig að lögregla eigi að vera vel sýnileg við löggæslu og ekki aðeins þegar átak er í gangi, það tel ég hafa áhrif á akstursmáta fólks til hins betra og ekki bara hinna yngri.
Ég tel það ekki lausn að banna ungum ökumönnum að keyra aflmikla bíla, stóra eða þunga, þetta gæti valdið vandræðum t.a.m. ef foreldrarnir eiga bíla sem falla utan þess ramma sem börnin þeirra mega keyra. Síðan er það vitað mál að langflestir bílar sem eru á götunni og/eða seldir í dag komast vel yfir hæsta leyfilega hámarkshraða á götum hérlendis.
Jóhann (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 10:06
Borgþór, afltakmarkanir í heimsmeistarakeppninni í ralli (árið 1985) úr 780 hetstöflum niður í 300 hestöfl skilaði árangri strax. Alvarleg slys á keppenum voru orðin algeng en hurfu eins og dögg fyrir sól við takmörkunina. Staðreyndin er sú að mikið afl, mikil hröðun, er mun líklegri til þess að taka völdin af ökumanninum heldur en mikill hraði. Því minna afl því minni hröðun.
Birgir Þór Bragason, 6.12.2007 kl. 10:19
Borgþór: "...flest alvarleg slys eru af völdum karlmanna..."
Þetta er alveg hárrétt. Og mig langar líka að vekja athygli á því að hvítu rollurnar éta meira en þær svörtu.
Svartinaggur, 6.12.2007 kl. 11:39
...og eitt - Borgþór bendir á að flest alvarleg slys séu af völdum karlmanna á aldrinum 23 til 27 ára og leggur því til að kannski væri rétt að hækka bílprófsaldurinn úr 17 í 18 ár.
Spurt er: er líklegt að þessi hópur ökumanna (frá 23 - 27 ára) hefði valdið færri slysum hefðu þeir fengið bílprófið 18 ára í stað 17? Sé svo, þá hlýtur skemmri ökureynsla að vera betri en lengri ökureynsla... hmmmmmmmm
Svartinaggur, 6.12.2007 kl. 11:49
Birgir það sem þú minnist á með heimsmeistarakeppnina í ralli (árið 1985), group B bílana, þá eru menn yfirleitt að taka allt útúr bílnum sem hægt er að gera og því vart hægt að færa það beint yfir í venjulegan götuakstur. Þótt bíllinn geti mikið meira en yfirleitt er ætlast til af honum þá er ekki þar með sagt að hann sé notaður þannig.
Jóhann (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 15:34
Ingbjörg : þú meín kæra ert ekki bjartasta peran á jólatréinu í ár ! Stelpur 18 og strákar 20 ? þetta er mjög svo heimskulegt aldrei héldi ég að einhver væri svo vitlaus ! ég hef oft séð Ungar stelpur á allveg 120+ ! og ekki eru það bara strákar sem keyra svona...
ónafngreindur (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 20:15
Ég er 17ára í dag en ég verð 18ára eftir 75daga. Ég keyri mikið. Ég hef átt 3bíla og hef keyrt í kringum 60-70þús kílómetra á innan við ári.
Með þessu er hægt að líta svo á að ég keyri þrefalt meira á einu ári miðað við báða foreldra mína samanlagt.
Á þessum tíma hef ég lent í einum árekstri. Enginn slasaðist en tjón var talsvert. Ég vil meina að ég þurfi á bíl að halda og var það mikill léttir fyrir foreldra mína þegar ég gat komið mér sjálfur í skóla og vinnu. Prófið að kanna aðeins málið. 17ára "krakkar" eru mjög virkir í samfélaginu. Sumir eru farnir í fulla vinnu á þessum tíma en flestir eru í námi en vinna samt með því. Ég þekki ekki til strætókerfisins á höfðuborgarsvæðinu en á suðurnesjum er það samasem ekkert. Þetta fólk þarf farartæki til að koma sér á milli staða og sumu þeirra finnst einnig gaman að nota þau. Afhverju að taka þessi réttindi af þeim?
Hæfni hefur ekkert með aldur að gera..
Persónulega finnst mér þessi vera talsvert hættulegri en sái sem var stöðvaður á brautini en hann var mældur á 70km hraða á 30 götu við grunnskóla.
Hann þarf ekki að endurtaka prófið eins og sá sem var tekinn á brautini, mér finnst þetta óréttlátt og rangar áherslur. Afhverju er aldrei tekið tillit til aðstæðna?
"Alvarlegasta tilvikið þar átti sér stað síðastliðinn fimmtudag er lögreglan varð vitni að því þegar karlmaður á þrítugsaldri ók 70 km hraða og brunaði framúr annarri bifreið á gangbraut. Hann var sviptur ökuréttindum á staðnum."
http://vf.is/frettir/numer/33964/default.aspx
Kv. 17ára barn
Rúnar Ingi (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 20:24
ég er alveg samála Rúnari Inga. En bloggari geturu svarað mér þessu hvaða bíl myndir þú mæla með fyrir nýliða sem Kemst uppi 90 en samt á nógu skikkalegum hraða svo "Reyndir ökumenn" fyrir aftanþig verði ekki pirraðir þegar þú ferð á brautinna. því ekki er hægt að hafa aldurstakmark á brautinni.
Allvega ég hef keyrt bíla frá 88model og uppi 2007 allir komast þeir nú uppi annan hundraðin , samt er ég ekki að tala um sportbíla.
Ragnar (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 03:19
Sæl öll sem eitt.
Það er pottþétt samhengi milli hröðunar (afls vs þyngd vs aldur bilstjóra) og slysatíðni.
Mörg hestöfl pr kg (6-9kg pr hö) og lágur aldur ökumanns = rosalega há slysatíðni.
Færri hestöfl pr/kg (þarna eru flokkur sem flestir venjulegir bílar fara í eða með 9 til 12kg/hö) og lágur aldur ökumanns = talsvert lægri slysatíðni.
Afllitlir bílar með 13-18kg / hö Yaris og slíkt og lágur aldur ökumanna = minnsta slysatíðnin..
Allir þessir bílar komast réttilega í 170km/h að minnsta kosti.
DS
Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson, 7.12.2007 kl. 20:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.