Samgönguráðherra er ábyrgur

Hann einn er ábyrgur fyrir þessum slysum sem hafa orðið á brautinni að undanförnu. Hann er ábyrgur fyrir umferðaröryggi á landinu öllu og hann er yfirmaður Vegagerðarinnar. Annað hvort kemur hann skikk á þessa sex staði á Reykjanesbrautinni, þar sem umferðin þarf að færa sig á milli nýja og gamla vegarins, eða hann segir starfi sínu lausu. Það er ekki mikið mál að lagfæra þessa 6 staði. Það þarf aðeins og eingöngu að aðskilja umferðaræðarnar úr gagnstæðum áttum. Það er ekki dýrt og það er ekki tímafrekt.

Það þarf að gerast í þessari viku. 


mbl.is Umferðaræðar opnaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann má ekkert vera að því. Hann er of upptekinn við að keyra fjármagn inn í kjördæmi sitt í gagnslitlar gangnaframkvæmdir.

Jói (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 10:08

2 identicon

Fólk verður bara að bera ábyrggð á sínum akstri sjálft en ekki að benda á einhvern alltaf... ég hef keyrt þarna um og fólk er ekki að keyra eftir aðstæðum svo einfalt er það

Sigurður Garðar (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 10:34

3 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Aðstæður eru óviðunandi. Á sama hátt og aðstæður væru óviðunandi á svölum án handriðs. Þess vegna skildum við handrið á svalir.

Birgir Þór Bragason, 9.4.2008 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband