Björgvin og aðrir aðstandur
9.4.2008 | 19:09
Hugur minn er hjá ykkur. Ég vona svo sannarlega að þau nái fullum bata. Ég var að hlusta á þig Björgvin nú rétt í þessu í Ísland í Dag.
Umferðaröryggi er pólitískt mál hvað sem hver segir. Starfsfólk Vegagerðarinnar er fagfólk og meira að segja gott og hæft fagfólk.
Því miður er það svo að þegar kemur að vegagerð og/eða umferðaröryggi þá hafa hreppstjórar vítt og breitt um landið tögl og haldir. Meðal þessara hreppstjóra eru þingmenn á Alþingi Íslendinga.
Ábyrgðin liggur hjá þingmönnum, sveitastjórnarmönnum og ráðherrum.
Það er kominn tími á að þeir virði fagfólkið og tillögur þeirra þegar kemur að vegagerð og umferðaröryggi.
Þrír á gjörgæsludeild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vona að sjálfsögðu að þeir sem slösuðust nái fullum bata.
Eftir umfjöllun í fréttum leitar á mig sú spurning hvort allir þeir sem í bílnum voru hafi notað bílbelti. Hafi svo verið hlýtur eitthvað að vera að hönnun þeirra í þessum bíl.TJ (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 19:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.