Rannsóknarefni
19.4.2008 | 18:19
Það er rannsóknarefni og fróðlegt að skoða niðurstöðurnar um það hvað bæjar- og borgarstjórnarliðar hér á höfðuborgarsvæðinu, hafa með háttalagi eða aðgerðaleysi sínu, tafið fyrir uppbyggingu öruggra vega. Á sama tíma og krafist er, að leiðir til og frá svæðinu verði gerðar öruggar, þá tefja þau málið aftur og aftur. Þetta á reyndar ekki bara við um hreppstjórana á höfuðborgarsvæðinu heldur víðar við þéttbýli á Íslandi.
Tvöföldun gæti dregist í 4 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
arðbært? sussunei - ekki ef þú ert samgönguráðherra utan af landi. Þá er miklu "arðbærara" að halda atkvæðunum góðum með því að gera jarðgöng milli allra krummaskuða.
Púkinn, 19.4.2008 kl. 20:12
Það er nú svo já að oftar en ekki eru það pólitíkusar sem tefja, sem dæmi þá voru bæjarstýra Hveragerðisbæjar og sveitarstjóri Ölfus ekki að flýta sér að afgreiða umsögn til vegagerðarinnar vegna tvöföldunnar Suðurlandsvegar og gátu nú ekki afgreitt það mál eins og fólk.
Ef að ég man rétt þá er sama sagan á Selfossi vegna vegamóta/hringtorgs/mislægra á Suðurlandsveg móts við Selfoss
Högni Jóhann Sigurjónsson, 19.4.2008 kl. 23:37
heh....púkinn....já, já ekki bara að reyna klína þessu á landsbyggðina eina ferðina enn. Ótrúlega lélegur málflutningur endalaust.
Vona að þú njótir samgöngubóta næst þegar þú ferð í frí út á land og njótir jafnframt teknanna sem aukinn ferðamannastraumur hlýtur að skila í þjóðarbúið, þannig að útópíu fokking friðlandið þitt fari nú loks að skila tekjum í nútíma, eftir að hafa byggt upp suðursvæðið og haldið því uppi fyrri tíð, til að sjá sig í nútíma tekið illa í rassgatið.....happy times
Jafnframt vona ég að samgöngumál í höfuðborginni og svæðunum þar í kring lagist sem fyrst, því það er minn hagur líka, og okkar allra sem búum á ÍSLANDI. Jafnframt vona ég að menn sem fara fram með málflutning eins og Púkinn hér að ofan éti sem fyrst það sem úti frýs og flytjist af landi brott, þú ert lélegur Íslendingur.
lifðu heill...mannfýla....
whatever70@hotmail.com (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 01:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.