Reykjanesbrautin enn og aftur

Hálfkláruð og nú virðist það vera mottó að hafa allt hálfklárað þar. Á þeim kafla sem vegurinn er einbreiður frá Vogum að Reykjanesbæ er búið að bæta merkinga á helming leiðarinnar. Hálfklárað. Miðjumerking er á helming leiðarinnar. Hálfklárað. Aðvörunarskiltin um að vegurinn er með umferð á móti eru á ljósastaurunum, engin merki fyrir umferðina á leið til borgarinnar. Hálfklárað. Á sex stöðum þarf að færa umferð á milli nýja og gamla, búið er að merkja svona sæmilega á þremur stöðum. Hálfklárað.

Verður þetta lagað við næsta slys? „Nú er ekki eftir neinu að bíða“ sagði Umferðarstofa eftir síðasta slys, EFTIR hverju er beðið núna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna er ég sammála þér Biggi er búinn að hlægja af þessum merkingum.

Þetta verður kannski klárað þegar það verður annað slys þarna og þá verður það að vera skildmenni frægs einstaklings eða hann sjálfur.

Raggi Magg (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 01:58

2 identicon

Það er fróðlegt að bera saman eðlilegar merkingar við vegaframkæmdir á Íslandi og til dæmis Bretlandi eða Þýskalandi.

Þar má ætla að keila standi að meðaltali með 60-90cm millibili allan þann spöl sem viðgerðin er og sennilega hálfan km í hvora átt áður en að viðgerðinni stendur.  Samkvæmt því sem stendur á skiliti við framkvæmdir þarna er svæðið 9km að lengd og því 10km sú vegalengd sem merkja ætti.  Það er þreföld röð af keilum, ein til hvorrar hliðar og ein á miðjunni.  Þá er fjöldi keila einhvers staðar milli 35 til 50 þúsund.  Ég held þær nái ekki þessum fjölda.

Það er athygilsvert að skoða merkingarnar við Nýbýlaveg í Kópavogi og á Reykjanesbrautinni.  Það hafa orðið pústrar á Nýbýlavegi, en engin slys, þó fara þarna um kringum 18þús bílar á dag.

Tryggvi M. Þórðarson (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband