Eru til ráð?
23.4.2008 | 08:16
Að mínu mati þá er aðeins um eitt raunhæft ráð. Það verður að koma upp leikvöllum fyrir þessa leiki. Fótboltinn var færður af götum, ekki með boðum og bönnum heldur með því að búnar voru tl aðstæður til þess að stunda hann annarsstaðar. Það sama á við hér, það verður að búa til örugga staði þar sem þessi leikur getur farið fram. Ég er ekki að mæla þessu bót síður en svo, en það dugar ekki að berja hausnum í vegginn.
Kappaksturinn á Akranesi stöðvaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já það þarf að finna aðra lausn en setja hverja hraðahindrunina eftir aðra. Maður finnur það ekki þegar alt er í lagi hjá manni en ef maður er slæmur í bakinu finnur maður hvað þetta er mikið álag á bakið að fara yfir svona. Jafnvel þó maður sé langt undir hámarkshraða.
Það er hægt að setja upp myndavélar eða þrengingar, bara ekki fleiri heilsuspilla eins og ég leifi mér að kalla þessa hóla.
Landfari, 23.4.2008 kl. 09:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.