Réttlæti???

Borga knattspyrnumenn 1000 krónur fyrir að fá að vera með á æfingu? Hverri æfingu? Borga frjálsíþróttamenn 1000 krónur fyrir aðstöðuna í hvert sinn sem þeir æfa?
mbl.is Fá að hjóla í Þykkvabæjarfjöru gegn þúsund kr. gjaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Á ekki bóndinn fjöruna? Er honum þá ekki þetta heimilt? Ég geng út frá því að svo sé. Það er svo annað mál hvort mönnum finnst gjaldtaka sem þessi sanngjörn. Mér finnst þetta lofsvert hjá þessum köllum að bjóða upp á þessa aðstöðu - menn ráða svo sjálfir hvort þeir nýta sér þetta.

Þegar ég æfði frjálsar í gamla daga borgaði maður æfinga- og félagsgjald. Og félagið borgaði fyrir afnot af frjálsíþróttavellinum. Hið sama gerist og gengur, held ég, í fótboltanum.

Ágúst Ásgeirsson, 24.5.2008 kl. 18:00

2 identicon

Mér finnst þetta alger snilld... 

villiara (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 18:11

3 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Í fréttinni segir: „ fyrir þá sem iðka svonefnd mótorkross á vélhjólum“ Það er væntanlega átt við - Motocross - sem er íþrótt. Ég vil leyfa mér að efst um að íþróttamenn á Íslandi greiði úr eigin vasa 100.000 krónur fyrir það að æfa sína íþrótt 100 sinnum. Nú eða 200.000 fyrir 200 æfingar sem er væntanleg það sem þarf til þess að komast í fremstu röð í íþrótt sem þessari. Því til viðbótar greiða þessir íþróttamenn gjald til ríkis í formi vegagjlads á eldsneyti þó vegir sé ekki notaðir í þessar í þrótt.

Þessir íþróttamenn eins og aðrir greiða félagsgjöld, en það hefur ekkert með þetta að gera.

Birgir Þór Bragason, 24.5.2008 kl. 18:12

4 identicon

Er það ekki þeirra mál ef þeir borga félagsgjöld í félag sem ekki sér þeim fyrir aðstöðu? Þeim er frjálst að velja hvort þeir vilji vera í viðkomandi félagi og borgi gjöld, eða séu utan félags og nýti aurana í að borga fyrir aðstöðu til æfinga rekna af einkaaðilum.

Þetta tíðkast í öðrum íþróttum. Í flestum íþróttahúsum hér á landi er hægt að leigja sal gegn tímagjaldi sem hefur reynst vinsælt meðal þeirra sem vilja spila fótbolta án þess að ganga til liðs við íþróttafélag.
Sama á við um golf, þar kostar nú öllu meira en 1000 kr að spila einn hring.

Það er ekki ríkisins að sjá til þess að allar íþróttagreinar séu studdar af samtökum sem bjóða niðurgreidda æfingaraðstöðu. Þetta er einfalt dæmi um framboð og eftirspurn.

Hinsvegar er ég sammála þér með vegagjaldið á eldsneyti, það á ekki heima á tækjum sem ekki nota vegi, nema að fjármagnið sem þar safnaðist væri þá nýtt í þágu akstursíþrótta.

Birgir S (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 18:52

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég botna nú ekkert í hvaða réttlæti Birgir Þór er að fiska eftir. Það er virðingarvert ef einhver er tilbúinn að leyfa þessu liði að sprikla hjá sér, algert lágmark hinsvegar að þeir borgi fyrir sig en séu heima ella.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 24.5.2008 kl. 19:22

6 identicon

Þetta er, að mér virðist, gott framtak bænda og ekkert athugavert við það að borga fyrir afnot af aðstöðu sem þessari. Víða um heim borga menn stórar fjárhæðir til að iðka mótokross á lokuðum svæðum. Mér finnst sem áhugamanni um mótorsport, eðlilegt að borga fyrir svona, fjaran er heimaland bænda á svæðinu. Ef mönnum vex í augum að borga fyrir þetta ættu þeir að hugsa sig um áður en hjólin eru keypt, hvað það kostar að nota land annarra fyrir sjálfan sig og ef 1000 kallin er of há fjárhæð er spurning hvort menn verði ekki að skipta um sport.

Steinmar Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 19:34

7 identicon

Ég tel nú líklegast að langflestir þeirra sem leika sér á vélhjólum á þessu svæði séu íþróttamenn. Meirihluti eigenda slíkra hjóla eru eingöngu að þessu sér til skemmtunar en ekki til æfinga fyrir keppnir. Það er sjálfsagt misjafnt hversu oft þessir aðilar fara með hjólin þarna austur en tæplega er það eins oft og Birgir nefnir nema þá í undantekningartilvikum.

Ég er hins vegar sammála því sem margir hafa nefnt og það er að hið opinbera hlutist til um alvöru æfinga- og keppnissvæði fyrir þessi hjól því þeim fjölgar alltaf íþróttamönnunum í þessari grein.

Birkir (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 20:31

8 identicon

Ég meinti í upphafi pistils mína að ég tel að langFÆSTIR séu íþróttamenn.

Birkir (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 20:32

9 identicon

Birgir. Við erum almennt að tala um íþróttamenn af síðustu sort. Menn sem virða ekki reiðstíga, náttúru íslands og andskotast um á þessum hjólum, jafnvel númeralausum. Vissulega undantekningar frá þessu. 1000 kall er hófleg gjald. Hvað kostar að vera í golfklúbbi? Hefurðu kynnt þér það. Hins vegar ef "akstursíþróttamenn" myndu hætta sínu endalausa væli (þú ert þar engin undantekning) og byggja sínar brautir sjálfir þá væri kannski hægt að taka ykkur ræflana alvarlega. Hefurðu ekið um hálendi Íslands og séð hvernig margar hlíðar eru sundurskornar efitir dekk á motorcross hjólum.

Þú og þínir ættu að hætta þessu væli og byggja ykkar eigin braut.

Að þessari frétt. hjólamennirnir eru réttlausir á annarrra manna landi. Nú býðst ykkur tækifæri á að hjóla þar löglga, nei það er greinilega ekki eins gaman. Miklu skemmtilegra að vera út um allt og halda áfram að eyðileggja það sem eftir er af náttúru Íslands 

Björn (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 20:59

10 identicon

Ef mótorcross fólk er ekki íþróttafólk, þá er fólk sem spilar boltaíþróttir utan meistaradeilda það ekki heldur.

Fólk er að stunda íþrótt, hvort sem heldur það er til keppnis eða sér til skemmtunar.

Væll má vera hjá fyrri félaga, en við getum svosem alveg haft mótmælaaðgerðir á austurvelli með nokkrum hjólum líka, það væri kannski betur þegið?

Fótboltamaður sem hefur engan völl til að spila á.....leikur sér úti á götu. Ef mótorhjólafólk fær ekki brautir og aðstöðu, þá leikum við okkur á götunum og munum líklegast hrella fólk sem ferðast um í búrum.

Magnús Geir Guðmundsson (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 22:29

11 Smámynd: Team Kawasaki

Vandamálið við fjölmenasta mótorsport á Íslandi í dag eru menn eins og Birgir hér að ofan.Það eru menn sem eru með svona hugsunarhátt sem stjórna allt of miklu í sambandi við aðgengi okkar Mótorhjólamanna að lámarksaðstöðu undir okkar íþrótt til jafns við aðra. Ekki ætla ég að réttlæta akstur á reiðstígum,en það sýnir samt órétlætið í allri sinni mynd þegar að gáð er að hvaðan peningarnir koma fyrir lagningu þessa reiðstíga að stærstum hluta.Þeir koma nefnilega í gegnum veggjald sem innheimt er í gegnum bensínsölu sem allir ökumenn landsins borga...og þar með ökumenn Enduro og Motocrosshjóla.

Team Kawasaki, 25.5.2008 kl. 00:29

12 identicon

Þetta svæði er auðvitað í einkaeign bóndans og mér finnst bara gott mál ef hann er tilbúinn í að leyfa mönnum að keyra þarna um. Þegar þú talar um hvort það sé sanngjarnt verðið sem bóndinn setur upp má alveg deila um það. En það er ekki hægt að bera það saman við hvað frjálsíþróttamenn og knattspyrnumenn greiða fyrir æfingar. Því munurinn liggur einfaldlega í því að þeir íþróttamenn eru í flestum tilfellum að æfa á svæðum sem íþróttafélög þeirra eiga og þessir íþróttamenn greiða sín árgjöld eins og aðrir. En þegar þið verðið komnir með svæði sem þið getið kallað ykkar þá verður spennandi að sjá hvað verður rukkað fyrir hvert skipti eða hvert árgjaldið verður. En eitt er ekki hægt að þræta fyrir og það er sú staðreynd að iðkun íþrótta hér á landi er dýr hvort sem það heitir mótorkross, knattspyrna, frjálsar íþróttir eða golf.

Sigga (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 07:28

13 identicon

Sæll Birgir

Ég tilheyri félagsskap Endúruhjólamanna sem kallar sig Þolhjólamenn. Sem hjólamenn fannst okkur betra að greiða fyrir aðstöðu heldur en að loka fyrir hana. Þeað er ekkert óeðlilegt að greiða fyrir aðstöðu. Hægt er að snúa út úr málum eins og þú gerir með því að setja upp óraunhæf dæmi eins og þú gerir en samt er ávöxturinn sá að ég er að hugsa um að búa til klippikort fyrir 5-10 hringi sem hægt verður að bjóða og þá er gefinn afsláttur. Ég get fullvissað þig um að engin einn hjólamaður mun hjóla 50-100-150-200 sinnum á ári í fjörunni og greiða fyrir það 100.000.- til 200.000.- kall fyrir. Ég sem einn af skipuleggjendum svæðisins mun auðvitað bjóða svoleiðis ofuráhugamönnum afslátt. 

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband