Nettur brandari í ljósi ...

... þess að vegriðið/brúarriðið snýr vitlaust á brúnn. Starfsmenn Vegagerðarinnar vita það og hafa vitað í nokkurn tíma. Fari Bifreið utan í vegriðið þá má búast við að riðið opnist og risti bílinn í sundur.
mbl.is Þjórsárbrúin verðlaunuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Væri nema svona dagsverk fyrir þrjá menn að snúa því við?  Sérstaklega ef þeir fengju vinnufrið fyrir ökumönnum sem ævinlega eru slegnir blindu ef þeir sjá viðvörunarmerki eða ef leyfður hraði er lækkaður.  Annars er það nú svo að þótt samskeytin eigi að snúa á tiltekinn hátt skiptir það ekki meginmáli ef ekið er á leiðarann enda vandséð hvernig þau ættu þá að snúa á einbreiðum brúm þar sem bíll getur lent utan í hvoru megin sem er.

Tobbi (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 16:32

2 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Málið er nú bara það að brúin er ekki gömul og ekki einbreið. Þetta er klúður. Verðlaunað klúður núna. :)

Birgir Þór Bragason, 15.6.2008 kl. 16:40

3 identicon

Einu sinni var skáld.  Það orti:

Lastaranum líkar ei neitt,

lætur hann ganga róginn.

Finni hann laufblað fölnað eitt

fordæmir hann skóginn.

 Var annars verið að verðlauna hönnun á brúarhandriðum?  Snerist þessi verðlaunaveiting ekki um eitthvað annað?

Tobbi (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 20:12

4 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Kæri tobbi. Það kann vel að vera að þér finnist ég lastari. Ég verð bara að lifa með því.

„ Málið snýst ekki um að velja lengstu eða hæstu eða stærstu verkin heldur verk sem eru áleitin í verkfræðilegum skilningi“ segir í fréttinni. Áleitin í verkfræðilegum skilningi, já, og þar horfi ég til öryggisþáttar vegagerðar. Það er áleitið að hanna og byggja þessi mannivirki þannig að koma megi í veg fyrir slysin. Það tókst ekki með hönnun þessarar brúar. Það er ekki bara það að vegriðið er vitlaust sett á heldur er það veikburða og kemur ekki til með að sinna því hlutverki sem því er ætlað, af minni hálfu. Því finnst mér það nettur brandari að verðlauna þetta verkfræðilega afrek sem stenst ekki nútíma kröfur um umferðaröryggi.

Birgir Þór Bragason, 15.6.2008 kl. 21:28

5 identicon

Ágæti Birgir.

Ekki efast ég um einlægan áhuga þinn á umferðaröryggismálum.  Jafn sannfærður er ég um að hönnuðir Vegagerðarinnar hafa fullt vit á því sem þeir eru að gera, og þá líka í viðleitni sinni til að fækka slysum.  Nú er mér kunnugt um að við hönnun umferðarmannvirkja eru notaðir ákveðnir staðlar sem byggðir eru á reynslu annarra þjóða, svo sem Norðmanna og Þjóðverja, af vegagerð.  Og í reglum þeim sem Vegagerðin styðst við um uppsetningu leiðara á brúm segir orðrétt:

5.4.2 Vegriðsgerðir

Gerð vegriðs er ákveðin með hliðsjón af leyfðum styrkleikaflokki, virknibreidd og slysahættu

samkvæmt ÍST EN 1317-2. Venjulega eru notuð vegrið N1 og N2 sem eru hönnuð

fyrir fólksbifreiðar, sjá töflu 5.4.2-1. Á sérstökum stöðum, s.s. á brúm, þar sem stærri

bifreiðar gætu farið í gegnum vegriðið og valdið þannig hættu, skal nota vegrið sem er

hannað fyrir stærri ökutæki (H2 fyrir 13 tonna bíla eða H4 fyrir 30 - 38 tonna bíla).   (og síðan kemur tafla um styrk leiðara eftir notkunarstað.  Þetta er allt finnanlegt á vef Vegagerðarinnar.)

Þeir sem hönnuðu brúna yfir Þjórsá fóru þannig að ýtrustu reglum þegar gerð leiðara á títtnefnda brú var ákveðin.  Ef þú hefur ástæðu til að ætla að Íslenskur staðall sé ekki nægilega öruggur hvað þetta snertir er auðvitað borgaraleg skylda að koma þeim grun á framfæri við Staðlaráð og sýna þeim fram á villu þeirra vegar.  Það er auðvitað morgunljóst að Vegagerðin hefur engan áhuga að byggja slysagildrur.  Hitt hlýtur líka að liggja í augum uppi að slys sem stafa af því að menn umgangast umferðarmannvirki langt handan reglna um ábyrgan og öruggan akstur hljóta að vera á ábyrgð þeirra sem þeim valda og ekki í verkahring Vegagerðarinnar að taka þá ábyrgð af ökumönnum.  Tæplega getur svo talist sanngjarnt að kenna hönnuðum um ef samsetning leiðarans skarast í öfuga átt, enda auðvelt og ódýrt að bæta úr því og þarf ekki önnur tæki en 24 mm lykil og kúbein til.  En vitaskuld þarf að bæta úr þessu og væri þá ráð að hafa samband við Svæðismiðstöð Vegagerðarinnar á Selfossi.

Með vinsemd

Þorvaldur Sigurðsson fyrrum brúargerðarmaður

Tobbi (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 22:59

6 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Ágæti Þorvaldur.

Þú vísar í skjal um vegastaðla. Þetta skjal var gefið út 20. desember 2006. Menn eru vaknaðir. Brúin yfir ÞJórsá stenst ekki nútíma kröfur um umferðaröryggi, þó hún verði að teljast ný. Tekin í notkun 2003 ef ég man rétt.

Það er mín skoðun að nettur brandari felist í þessarum verðlaunum. Íslendingar tilnefndu þessa brú þrátt fyrir að hún stenst ekki í dag okkar eigin staðla um umferðarmannvirki, það er náttúrulega bara brandari.

Það kann vel að vera að verkfræðingar Brúardeildar Vegagerðarinnar hafi unnið afrek með hönnun brúarinnar og þar með hæfni hennar til þess að standast Suðurlandsskjálfta. Það breitir hins vegar engu í mínum augum um öryggi, við og á brúnni. Meiningin með brúinni er að komast yfir ÞJórsá á öruggan hátt, þannig er það ekki í dag.

Það hefur sem betur fer orðið vakning meðal þeirra sem standa að vegagerð á Íslandi. Það er mun betur gætt að öryggismálum en áður. Betur má þó ef duga skal.

Birgir Þór Bragason, 16.6.2008 kl. 05:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband