Ekkert að marka mbl.is lengur

Þessi frétt er ekki samkvæmt jp.dk - Þar segir til dæmis:

Lågen er simpelthen blevet sparket af hængslerne, hvilket burde kræve kræfterne fra en fuldvoksen mand, for lågen åbner indad," forklarer Søren Kragelund.

Hvernig er hægt að þýða það sem: „Þá segir hann að svo virðist sem drengurinn hafi sparkað lásinn upp með miklu afli.“

Barnið er bara 8 ára. 

 Mbl.is þarf að fara að vanda sig ef það á að vera hægt að treysta fréttafluttningi hér.  


mbl.is Í lífshættu eftir Tívolí-slys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

má bæta því við að þetta gerðist heldur ekki í Tívólí 

Óskar Þorkelsson, 14.7.2008 kl. 12:42

2 Smámynd: Berglind

Æi... já stundum er þetta alveg ótrúlegt hérna á mbl.is og þess vegna er ég farin að lesa erlendar fréttir með fyrirvara, enda hafa ýmsar þýðingar hérna verið hreint og beint rangar. Þ.e.a.s líkt og ég skrifaði sjálf einu sinni um að mbl.is væri farið að skálda inn í eyðurnar http://berglind.blog.is/blog/berglind/entry/446344/

Annars varðandi þessa frétt hérna, til að halda áfram að benda á það sem er svolítið furðulegt við þessa þýðingu, þá var ég að velta því fyrir mér hvernig starfsmaðurinn á mbl.is sem þýddi þessa frétt geti skrifað aðra staðhæfingu sem ekki er sögð svona beint eins og gefur til kynna á mbl.is þ.e.a.s. ,,Það hefur þó ekki verið sett í gang á ný þar sem forsvarsmenn Fårup Sommerland segjast vilja herða lása og festingar til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig."
útfrá textanum: "Selv om forlystelsen er blevet godkendt af både Nordjyllands Politi og Arbejdstilsynet efter ulykken, og selv om sandsynligheden for, at det sker igen, svarer til en ud af en million, så er det stadig en for stor risiko. Så hvis der er noget, vi kan gøre for at undgå, at en låge går op igen, så gør vi det," siger Søren Kragelund.

Fyrir mér er Søren að segja miklu meira heldur en bara að herða lásana og festingarnar, þ.e.a.s. ef það kemur í ljós að það væri best að skipta út þessum festingum, setja ný hlið eða hvað annað sem er til að minnka áhættuna á svona slysi, eins og í gær, muni eiga sérstað aftur, þá verður séð til að það verði gert.

Berglind, 14.7.2008 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband