Aumt hjá FH

Frekar er það nú aumt hjá FH að neita þeim bræðrum um að leika með ÍA gegn þeim. Ég skora á FHinga að sýna styrk sinn og vera ekki með þennan aumingjaskap. :) Leyfið þeim að taka þátt í þessari baráttu Skagamanna strax.
mbl.is Arnar og Bjarki taka við þjálfun ÍA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Þetta er bara hlutur sem viðgengst orðið í boltanum. Þetta er hluti af samkomulagi sem gert var til að losa þá bræður undan samningi við FH og það að meina þeim að spila leik á móti sínum gömlu félögum innan við viku eftir að þeir fara úr þeirra röðum finnst mér ofureðlilegt. Sjáum hvað KRingar gera gagnvart Grétari Ólafi, hann gekk í raðir Grindvíkinga á fyrsta degi félagaskiptatímans, og hann fær ekki að spila gegn þeim í kvöld né síðar í vikunni í bikarleik.

Gísli Sigurðsson, 21.7.2008 kl. 15:08

2 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Það er of langt gengið að meina mönnum að vinna vinnuna sína hjá nýjum vinnuveitanda. Á meðan þetta er svona þá undirstrikar þetta þá skoðun að hér er um nútíma þrælahald að ræða. Að leika knattspyrnu í efstu deildum í Evrópu er atvinna. Þessar hömlur eru óþolandi.

Birgir Þór Bragason, 21.7.2008 kl. 15:19

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Biggi, mér finnst þetta skiljanlegt og held að tvíbbarnir séu sammála þessu og forsvarsmenn ÍA líka. Sjálfur hef ég taugar til beggja þessara félaga. Ólst upp á Skaganum og spilaði alla yngri flokkana með ÍA, náði nokkrum mfl. leikjum í Litlu-bikarkeponnni upp úr 1970 en þá var ÍA með sterkt lið. Auk þess urðum við tvisvar bikarmeistarar í 2. flokki og einu sinni Íslandsmeistarar. Gaui Þórðar er jafn gamall mér og aðeins hann og Kalli Þórðar urðu fastamenn í ÍA-liðinu úr okkar árgangi. Þá tíðkaðist ekki mikið að hafa félagaskipti en ég var í námi fyrir sunnan og þekkti stráka úr FH, sem varð til þess að ég skipti yfir og æfði og spilaði þar að mig minnir 1974 og það var fyrsta ár FH í 1. deild, eins og efsta deild hét þá. Við komum sterkir inn unnum þrjá fyrstu leikina, m.a. gegn Fram og ÍBV út í Eyjum en svo kom sjokkið. Við fórum á Skagann og töpuðum 7-1 fyrir ÍA. Ég mann að ég hljóp upp í klefa eftir leikinn en margir Skagamenn komu hughreystandi til mín sögðu: "Þetta er framtíðarlið". Mér finnst sanngjarnt að tvíbbarnir spili ekki í fyrsta leik. Þeir nota tímann til að koma sér í startholurnar og peppa strákana upp svo mæta þeir í Evrópuleikinn gegn Finnunum og vinna hann 4-0. - Kveðja af Skaganaum

Haraldur Bjarnason, 21.7.2008 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband