Rukka sérstaklega

Það væri réttast að rukka fyrirtækið sérstaklega fyrir afnot af vegakerfinu vegna þessara fluttninga. Það ætti að gera í samræmi við þyngd gámanna.
mbl.is Ekið norður með verksmiðju í 60 gámum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Biggi.

Þeir sem reka stóra bíla, greiða þungaskatt við kaup á hverjum diesellítra og einnig fasta krónutölu fyrir hvern ekinn kílómetra.  Bara svo það sé á tæru..

Kv, Palli

palli (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 15:00

2 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Tekjur af slíkum sköttum eru aðeins brot af því sem þungafluttningar kosta samfélagið. Þungafluttningar slíta eða réttara sagt eyðileggja vegina sem upphaflega voru ekki byggðir fyrir þann þunga sem á þá er lagður með núverandi fluttningum.

Ég bendi á að, rukka ætti fyrirtækið sem kaupir þennan fluttning, aukalega fyrir afnotin af vegunum. Afnotin eða réttara sagt eyðilegginguna.

Birgir Þór Bragason, 5.9.2008 kl. 15:08

3 identicon

Sæll Biggi

þeir eru nú ekki þungir þessir gámar eru að vikta 3 - 7 tonn hver svo þetta er nú ekki mikið og það er verið að taka aðra gáma suður með frosnum afvurðum svo þetta er nú bara þjónustan sem sjávarútvegurinn og aðrir krefjast í dag.

 kv Mummi

Ásmundur Einarsson (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 15:12

4 identicon

Hæ aftur.

Án þess að ég sé fulltrúi þeirra sem reka flutningafyrirtæki (var það reyndar fyrir nokkrum árum), þá veit ég að þær tölur sem hafa verið settar fram, að 1 flutningabíll slíti vegi á við 40.000 fólksbíla er auðvitað bölvað bull.  Hins vegar er það rétt að þeir vegir sem er verið að nota hér á landi voru alls ekki byggðir fyrir þá notkun sem er í dag.  Það er því ekki hægt að tala um að það sé verið að eyðileggja það sem er í raun ónýtt. 

Sem dæmi, ef þú myndir smella þér í gömlu góðu fermingarfötin, þá rifna þau örugglega. 

P

palli (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 15:16

5 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Vegirnir eru ekki ónýtir þó þeir beri ekki þann þunga sem lagður er á þá í dag. Þeir munu hinsvegar eyðileggjast og það sem verra er er að slík eyðilegging mun fyrr eða síðar verða aðalorsök banaslyss.

En eftir því sem Mummi segir þá eru þetta ekki þungafluttningar og því rétt að ég dragi orðin til baka um að rukka fyrirtækið.

Í stað þess þá held ég að rétt væri að rukka sjávarútveginn sérstaklega fyrir afnot af þjóðvegunum.

Birgir Þór Bragason, 5.9.2008 kl. 15:34

6 Smámynd: Birgir Þór Bragason

ps. Palli - fermingafötin skemmast ekki ef einhver sem passar í þau fer í þau.

Birgir Þór Bragason, 5.9.2008 kl. 15:35

7 identicon

Já en á einhverju verða þeir að lifa þarna, í Reykjavíkurhreppi!!

 Hafa fyrir löngu sagt sig til sveitar, og eru annsi passasamir með að Ísland haldi þeim uppi nú sem hingað til. Ýmindið ykkur þau hafnargjölg, uppskipun og önnur "þjónustu" gjöld sem þeim tekst að krækja sér í með þessu.

Siðan bysnast þeir yfir öllum þeim fjármunum sem í vegi fara, vilja svo loka flugvellinum, þetta er dálítið Kínverskt, hvenær kemur múrinn?

Kveðja.

Bjössi (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 18:33

8 Smámynd: Gísli Reynisson

það á ekki að rukka sjávarútveginn fyrir afnotin af þjóðvegum landsins. þetta er fáranlega hugmynd. Enn hvað er ann að í ´stöðunni eins og staðan er í dag. búið er að leggja strandflutninginna niður, reyndar er skipafélag sem siglir frá Akureyrio og á nokkrar hafnir á vestjföðrum, sandgerði og Helguvík með skipi sem heitir Axel. þeir taka nokkra gáma með í ferð.

Annars held ég að best væri fyrir mennina sem ráða því hvernig þjóðvegirnir eru hérna á landinu að fara eina ferð með trukki eða rútu norður í land t.d og sjá og finna hvernig vegirnir eru.

ég sjálfur ek oft rútu norður, og er ansi furðulegt að vegurinn að hvalfjarðargöngum er breiður og góður, eftir að göngunum líkur og þá sérstaklega þegar borgarnesið er búið þá þrengist vegurinn ansi mikið, og er hann orðin það þröngur að þegar tveir stórir bílar mætast þá þurfa þeir að aka svo til í kantbrún til þess að brjóta ekki speglanna af.

Enn hvort sem menn eru á móti eða með trukkaflutningum á þjóðvegum landsins eða ekki þa´getum við ekki lifað á þeirra flutninga.

Gísli Reynisson, 6.9.2008 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband